laugardagur, september 04, 2004

Misjafnt hafa konunar við

Ég fer stundum inn á Barnaland að skoða heimasíður barna sem ég þekki og reyndar þekki sum lítið og önnur ekkert. Þau eiga það bara sameiginlegt að vera sæt og mikil krútt og gaman að fygljast með þeim þroskast. Þegar ég fer þarna inn kemur einstaka sinnum fyrir að ég kíki á umræðuna sem þar er í gangi og því líkt og annað eins. Ég á bara ekki til orð, annað hvort leiðist sumum konum sem þarna eru alveg með eindæmum eða eru hreint út sagt ekki alveg með allar heilasellur í lagi. Reyndar kannast ég við svona umræður frá því að ég kíkti annað slagið inn á Femin.is þegar það byrjaði en þangað gafst ég fljótt upp á að kíkja og fer þar inn kannski 5 sinnum á ári og þá leiðist mér líka rosalega mikið en er fljót að koma mér út aftur. Það virðist vera þannig á báðum þessum síðum að konur geti bara engan vegin talast við í einhvern tíma nema byrja úthúða hverri annarri, ekki það að þær þekkist svona voðalega vel, því fæstar þeirra gera það held ég. Ó nei, ein skrifar eitthvað, biður t.d. um ráð varðandi eitthvað og áður en varir er stundum allt komið í háa loft, farnar að kalla hverja aðra svo illum nöfnum að ég gamla konan alveg svitna og jesúsa mig í bak og fyrir. Svo kemur alltaf hrina inn á milli þar sem einhver konan segist bara vera farin af þessari síðu og þá upphefst þvílíkur drami við að reyna að segja henni hversu æðisleg hún sé og hún megi bara ekki hætta, því líf hinna verði ekki við það sama ef hún fari frá þeim. Hef grun um að hún haldi áfram að skrifa bara undir öðru nikki. Hinar vondu eru oftast ekki lengi að sjá í gegnum það og eftir smá tíma byrjar ballið aftur.

Inn á milli koma friðelskandi konur og biðja hinar um að hætta þessu og fara að tala um eitthvað annað, það tekst stundum og allt verður gott og þær fara aftur að skiptast á uppskriftum og sögum um börnin sín. Svo allt í einu er einhver ekki vel fyrirkölluð þegar einhver biður umráð og þá PÚMMM, ballið byrjar aftur með fordæmingum og látum. Ég var ekkert voða hissa þegar ég sá svo könnun þar inni nú nýlega og sá aldursdreyfinguna á konunum sem þarna eru fastir gestir. Þær eiga flestar eftir að taka út mikinn þroska þessar stelpur. Það segir kannski eitthvað um hver aldursdreyfingin var þegar sú sem gerði hana fannst ástæða til að skipta aldrinum frá 20 - 35 niður í þó nokkra hópa en eftir það var bara 35 og eldri og þar voru fárar konur sem svöruðu. Ég á því trúlega ekkert að vera skoða þessar umræðu, kannski ekki fyrir svona "gamlar" konur eins og mig. Enda skil ég ekki mörg þau orð sem notuð eru þarna.

þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Að vera eða vera ekki

Þoli ekki svona heilsuástand að vera ekki veik en samt eiginlega veik. Kannist þið við það?
Ég er í svona samúðar veikindum með manninum mínum, hann er búin að vera veikur með kvef og hita. Ég fæ hita á kvöldin en ekki á morgnanna og hver heldur sig heima og tilkynnir sig veikan þegar maður er hitalaus, burt séð frá því þó maður viti að maður verði trúlega orðin slappur fyrir hádegi. Nei, ef maður ætlar að vera heima þá verður maður að vera með hita eða er það ekki? Hver hættir líka við að fara í vinnu, búin að strauja bæði buxur og skyrtu kl. 7 að morgni til að fara í, það er nú ekki hægt, maður verður að mæta, ekki satt. Ef maður getur strauð svona snemma að morgni getur maður líka unnið einn vinnudag.

Núna ætla ég að fara að sofa til að ná úr mér þessum samúðarhita fyrir næsta vinnudag.

Tónleikar með James Brown

Ég fór á tónleika með James gamla Brown á laugardagskvöldið og verð að segja að ég varð fyrir vonbrigðum og hafði ég samt ekki gert mér háar hugmyndir. Mín fyrta hugsun væri að ég væri komin á tónleika með Lúdó og Stefán, þegar ég sá hljómsveitina koma á sviðið. Held samt að þeir hefur verið betri en þetta, held einmitt að mínir síðustu tónleikar hafi verið með þeim meðal annars fyrir 2 árum síðan. Allir í rauðum hljómsveitarbúning og voða smartir. Eftir 2-3 lög laust sú hugsun niður að þetta með JB á sitt hvorri rassakinnum á hálfnöktum dönsurunum, í einhver skiptin hafi gamli maðurinn dillað aðeins rassinum, ekki með miklum tilþrifum verð ég að segja en kannski miðað við rúmlega 70 ára gamlan mann nokkuð gott og átt klappið skilið.
Ég sat í stúku í einum af bestu sætunum með þjón sem kom með drykki en komst að því að ég hefði trúlega skemmt mér betur niður á gólfi þar sem maður gat hreyft sig aðeins með tónlistinni. Voru aðeins 2 lög sem mér fannst góð og ég kunni að meta, er þar fyrir utan var þetta ekki tónlist að mínum smekk. Karlinn gerði sitt best og kannski á maður ekki að vera krefast of mikið að gömlum mönnum sem eiga ungar konur sem þeir þurfa krafta sína til að sinna.

Niðurstaðan er sú að mikið rosalega er ég fegin að ég borgaði ekki um 10.000 kr, fyrir okkur hjónin inn á þetta, það sá fyrirtækið hjá manninum mínum um.

sunnudagur, ágúst 29, 2004

Fyrsta vinnuvika liðin

Jæja þá er fyrsta vinnuvikan mín búin og ég lifði hana vel af og var bara ekkert svo þreytt eftir að hafa tekist á við hana. Held reyndar að það sé miklu rólegra líf að vinna en að vera heima og hlaupa eftir stelpu stýri. En hlaupin eru reyndar aðeins skemmtilegri. Ég þarf örugglega smá tíma til að aðlagst vinnunni og vinnufélögum aftur, fara að tala fullorðinsmál og fagmálið þar af auki. Ekki bara um Bangsimon, bleyjur, ný barnaorð og annað úr barnaheimi. Ég var smá hrædd um að mér mundi finnast ég vera að svíkast um þegar ég stæði upp kl. 3 of færi heim og vinnufélagarnir sætu áfram og ættu 2 tíma eða jafnvel miklu meira eftir að vinnutíma sínum. En mér til mikillar furðu gerðu þessi svika hugsun ekki vart við sig, fór bara glöð með mitt hlutskipti í lifinu heim. Það er jú víst skrítið að vera sú sem stendur fyrst upp alla daga, þar sem á barnlausatímanum var það oftast ég sem horfði á eftir hinum heim og sat manna lengst flesta daga. Ég er því trúlega löngu búin að vinna mér inn þetta að hætta snemma. Á nú samt eftir að sjá til hvort að verkefnin fari ekki að kalla á að ég vinni meira en mína dagvinnu alla daga. Er þau eru reyndar þegar farin að gera það, er að fara vinna núna hér heima, rétt á meðan litla daman sefur sinn fegrunarblund.