föstudagur, júní 24, 2005

Komin í sumarfrí

Ég er komin í langþráð sumarfrí, held að ég hafi sjaldan þráð eins mikið að komast í frí og núna og trúleg sjaldan tekið eins langt samfelt frí og núna, ef frá er talið síðasta sumar en þá var ég í barneignarfríi. Ég á ekki launað sumarfrí nema rétt í rúmar 3 vikur en ætla samt að vera í um 6 vikur í fríi. Tek það bara launalaust, hver þarf svo sem á peningum að halda, tala nú ekki um þegar maður er að henda öllu út heima hjá sér og endurnýja allt þar, kaupa sér Stjónarhól (tjaldvagninn) og fara í sumarhús í Danmörku. Nei, þá hefur maður lítið með peninga að gera. Tala nú ekki um að maður sé á leið til Kína í annað sinn, nóg að eiga einn góðan eigin mann sem sér um það að afla tekna meðan ég sé um að eyða þeim, með hans hjálp reyndar.
Sumarfríið byrjar ekki alveg eins og við vildum. Ætluðum að fara í útilegu í dag að Flúðum með vinnunni hjá mannsa, en veður spáin er þannig að ég sé ekki alveg ástæðu til að leggjast út í grennjandi rigningu og hávaða roki, held að heima sé best í svona veðri.

Næstu tvær vikur verða svo ekki hefbundið sumarfrí og róleg heit. Næsta vika fer í að fara búð úr búð og velja, flísar á veggi og gólf, gólfefni í eldhús og parket á stofu. Baðkar, vaska og klósett og allt sem tengist því að endurnýja að mestu allt innan hús. Ef verður spá leyfir verður síðan fari í útilegu um helgina. Vikan þar á eftir er pökkunar vika, þá verður mest öllu úr stofu, eldhúsi og baðherbergjum pakkað og sett í bílskúrinn. Síðan er komið að hinn árvissu ÍÆ útilegu og úr henni er beint haldið til Danmerkur í sumarhús með góðum vinum okkar. Þar verðum við til 23. júlí og þegar heim er komið er bara að brenna vestur á Góða stund í Grundarfirði. Þegar þaðan kemur tekur við málingar vinna og að flytja okkur inn aftur, í endurnýjað hús. Það er sem sagt engin lognmolla hjá okkur í sumar.