mánudagur, júlí 24, 2006

Dottinn í það og vel það

Nú er ég heldur betur dottin í það og vel það, þegar maður byrjar að kaupa barnaföt þá er ekki aftur snúið. Held svei mér þá að ég sé búin að kaupa eitt af hverri svort í H&M eða svona næstum því. Hafi reyndar smá hemil á mér. Vandamálið er reyndar alltaf það sama í hvaða stærð á maður að kaupa. Ég ákvað að að kaupa í 80 og 86 þá er ég nokkuð örugg um að það sé hægt að nota það einhvern tíman. Nema tilfinningin um strákin verði svo rétt. Jæja, það koma trúlega fullt af stelpum í kringum mig á næstunni og þær njóta þá bara góðs af. Voðalega er nú gaman að kaupa svona lítil barnaföt, þetta verður allt svo raunverulegt við þetta. Ellý keypti líka fyrsta leikfangið handa litlu systir sinni í dag og ætlar að taka það með til Kína handa henni. Í einni búið sá hún að afgreiðslu konan var að pakka inn gjöf fyrir einn viðskiptavin og var alveg ákveðin í því að hún ætlaði líka að láta pakka inn bók sem hún hafi valið sér og hún ætlaði að gefa litlu systir sinni hana líka. Konan pakkaði bókinni voða sætt inn með sætir slaufu og allt og gekk hún út með þetta líka bros á vör. Pakkan ætlaði hún að geyma og sofa með hjá rúminu sínu og hugsa um að litla systir komi nú heim sem fyrst. En þegar í bílinn var komið þá fannst henni alltof langt í þetta og vildi bara opna pakkan til að geta lesið bókina sína strax. Það er ekki ólíklegt að það verði nokkrir svona pakka búnir að verða áður en litla systir kemst loksins heim til okkar. En mikið vona ég að það fari nú eitthvað að gerast í þeim málum, þó ekki væri nema vegna stóru systur sem er farin að bíða með miklinn óþreyju suma daganna og er stundum ekki að skilja þetta, en finnst voða gott að mömmu og pabba hafi fundist líka svona erfitt að bíða eftir henni og hafi oft verið illt í hjartanu sínu á meðan þau biðu eins og hún segir að henni sé stundum. Það skýrist aðeins betur í þessari eða næstu viku hvort við getum átt von á að fá upplýsingar í ágúst eða september, en ágúst er jú alveg að bresta á þannig að þetta er allt að fara gerast á næstu mánuðum í það minnsta. Spurning um að fara taka upp úr kössum barnaföt og þvo til að sjá hvað vantar og vantar ekki. Þá er líka hægt að kaupa að smá meiri viti en nú er gert.

sunnudagur, júlí 23, 2006

Sumar og sæla, hiti og svæla,

Rúmir tveir dagar eftir í hitanum og góða veðrinu. Voða verður nú gott að koma heim í kuldan. Hitin hér er búin að vera í dag og í gær um 27 stig og samt hefur engin sól verið. Þetta er orðið alveg ágætt af hitanum, maður getur lítið hreyft sig án þess að svitan og maður er þvalur allan daginn, nema þegar maður situr í loftkældum bílnum og situr inn við á kvöldin með viftuna á fullu á sér. Varla sætt inn í íbúð þar sem viftan er á fullu allan tíman, á nóttunni líka, maður sefur í 4 vindstigum eða meir. Voða notalegt.
Þrátt fyrir þetta kvart og kvein er voða notalegt að vera hér, Ellý alveg elskar að vera hér, tala nú ekki um þegar hún er að leika við hann frænda sinn Eysteinn. Þau eru búin að vera saman stóran hluta dagsins í gær og í dag heima hjá honum að leika sér og það veit varla nokkur maður af þeim. Eru búin að eignast voða góða vini, danska krakka sem eru milli 10 - 12 ára gamlir. Eru að leika við þau meira og minna. Við fullorðna fólkið alveg hissa hvað þessir krakkar nenna að leika við þau, í boltaleikjum, bera þau á hestbaki og ég veit ekki hvað. Þau eru meira segja farin að koma og kalla á þau litlu og biðja þau um að koma að leika.
Dagurinn í dag endaði þó ekki vel hjá litlu prinsessunni minni, hún var í boltaleik og þau voru öll á fullu að hlaupa um og ærslast og þá allt í einu steig hún ofan á geitung sem stakk hana í ilina. Þarna sat hún með geitunginn fastan í sér og hann reyndi að losa sig en gekk ekki vel, þar til loksins hann braut broddin af og flaug í burtu og eftir sat lítil stelpa hágrátandi. Hún fann mikið til í fætinum og grét svo rosalega að mér stóð ekki á sama, hún er nú ekki vön að vera nein dramadrottning þannig að svona heiftaleg viðbrögð hræddu mig verulega. Bróðir minn náði broddinum út sem var nú eins gott. Ég sendi bróðir minn eftir nágrönnum sínum til að leita ráða, og það koma þarna nokkrir nágrannar og sturmuðu yfir henni. Kona ein kom síðan með lauk og sagði okkur að strjúka yfir með honum og svo klaka í þvottapoka. Ellý róaðist samt ekki fyrr en eftir rúman hálftíma og þá á leið heim í húsið okkar hér. Þegar heim var komið steinsofnaði hún, var alveg úrvinda litla skinnið mitt. Mikið tók nú á að horfa svona á hana, hún var svo hrædd að ég hef svei mér þá aldrei séð eins mikla angist úr augum neins áður.

Á morgun á svo að reyna að versla smá, enda margt ódýrari hér en heima, fötin eru samt ekki svo mikið ódýrari finnst mér, en það munar miklu á skóm þar munar allt uppundir helming á góðum skóm, eins og td. Ecco skónum. Það stendur til að skóa okkur upp af góðum skóm til að taka með okkur til Kína, því þar er nauðsynlegt að vera í góðum skóm í öllu röltinu sem þar verður farið í.