Ákvörðun framkvæmd, loksins
Jæja, þá lét ég verð að því. Voðalega var þetta samt erfið ákvörðun og langur aðdragandi að henni. Tók mig semsagt um 6 mánuði að koma mér í verkið. Í upphafið ætlaði ég að gera þetta í haust, þá fannst mér það ómögulegt þar sem ég sá fram á að vera fara í barneignarfrí í mars. Maður gerir ekki svona án þess að vera viss um framhaldið eða hvað???
Svo var ég mikið að spá í hvort ég ætti ekki að drífa í þessu í janúar, en þá var svo mikil óvissa um hvernær ég færi í barneignarfríið að ég þorði því ekki þá. Eins og það hafi einhvern tíman verið einhver vissa um hvernær við förum út, nei ekki vissa meira vonir og bjartsýni og stundum svartsýni. Svo í mars byrjun var ég alveg á því að láta vaða á þetta í lok mánaðar þar sem það leit út fyrir að við færum út í júní eða júlí. Nokkrum dögum síðar sá ég fram á að við færum ekki út fyrr en í sept eða okt, jafnvel nóv. þannig að þetta var alveg slegið af.
Samt var eins og ég gæti aldrei verið sátt við að hætta við þetta, mér leið ekki vel með þá ákvörðun mína. Fannst ég ætti að drífa mig í að framkvæma en þorði ekki. Á föstudaginn fékk ég símtal og ákvörðun var tekin, já það þurfti ekki meira til. Ég skundaði upp á fund og sagði að nú væri komið að því. Mér var óskað til hamingju sem ég þakkaði jú fyrir en sagði jafnframt að óskirnar kæmu ekki að réttu tilefni. Ég var jú ekki á leið í barneignar frí eins og viðkomandi hélt heldur sagði ég... já, takið nú eftir...,., starfi mínu lausu. Vá, það var eins og mörgun tonnum, jæja í það minnst kílóum væri af herðum mér lyft. Mig langði að segja þetta aftur og aftur, jafnvel bara syngja lag um þetta. Þessu var nú bara vel tekið eða þannig, ekki að þau væru svo fegin að vera laus við mig og mér boðin vinna aftur og beðin um að hugsa málið, enda um framúrskarandi starfsmann að ræða (að eigin mati líka, í það minnsta). En ég búin að hugsa málið í svo marga mánuði að það er í raun ekki hægt að eyða fleiri hugsunum um þetta.
Þetta er náttúrlega algjört kæruleysi að gera svona, segja upp nokkrum mánuðum fyrir barneignarfrí og vita ekki einu sinni hvernig hægt er að bjarga fæðingarorlofsgreiðslunum. Ég þarf jú að vera í vinnu í 6 mánuði fyrir barneignarfrí. En kæruleysið var orðið algjört hjá mér, og mér ekkert viðbjargandi. Málið reddast sagði ég bara og auðvitað gerir það það, þannig er þetta bara.
En hversvegna að segja upp vinnu á þessum tímapunkti, jú lífsgildi mín varðandi vinnutíma og frítíma fóru engan vegin saman við vinnukröfur vinnustaðarinns. Ég vill vera meira heima en minna í vinnunni og það er erfitt að ganga út úr vinnu á daginn og finnst að gerð sé sú karfa að maður eigi að vera vinna en ekki fara heim til barnsins síns. Það er svo spurning hvort sú krafa hafi verið tilbúin í mínum huga eða raunveruleg af vinnuveitenda, blanda að beggju held ég. Ég hef jú alltaf unnið frá því ég byrjaði og þar til ég fékk litlu yndsilega stelpuna mína í fangið, flesta mánuði tugi yfirvinnu tíma og að labba út þegar aðrir sitja og vinna og eiga eftir að vinna í marga tíma í viðbót þann dag var mér bara of erfitt of marga daga. Draumur minn um barn rættist og mér finnst tíma mínum best farið sem mest með því en ekki í vinnunni, ef ég þarf ekki á því að halda. Núna er ég komin með atvinnutilboð í vasan um minni vinnu, frjálsan vinnutíma og fín laun og barneignarorlofsgreiðslum er bjargað, segið svo að hlutirnir reddist ekki.
Jæja farin með mína flensu á opið hús í leikskólanum að horfa á stoltið mitt syngja og dást að listaverkum hennar og allra barnanna. Bara svona svo þið gleymið því ekki þá er börnin það yndislegast sem til er á þessari jörð, þau eru lífskrafturinn.