Þetta eru erfiðir dagar þessa stundina, það verður ekki annað sagt. Bakpokinn minn orðin hálf tómur af þolinmæði og hvergi hægt að fá áfyllingu þessa daganna. Kannski fæ ég smá skammt í kvöld þegar ég mætti í ættleiðingarspjall með fleiri konum. Það er alveg ótrúlegt hvað það getur létt manni lundina í nokkra daga. Ég er víst ekki ein um að vera svona held að núna þessa daganna séu tilvonandi foreldrar 18 barna, sem eiga von á að fara út í haust, líka dansandi óþolinmæðisdansinn. Alla vega þær sem ég þekki. Það er ekkert að frétta og við vitum ekkert hvenær við getum átta von á upplýsingum. Eina sem við höfum er vonin um að þetta fari að gerast. Það er ekkert að frétta á netinu góða sem hefur hingað til séð manni fyrir upplýsingum, það er einn og einn orðrómur um að búið sé að senda út upplýsingar fyrir ágúst og september en ekkert staðfest ennþá. Sögur segja líka að tölvur séu bilaðar hjá CCAA og allt sé stopp þess vegna. Þannig að óvissan er algjör þessa daganna. Næsti hópur sem fer út getur átt von á upplýsingum alveg á næstu dögum eða vikum þannig að sá hópur er orðin frekar traugatrektur trúi ég.
En svona er þetta bara þetta ferli og maður verður bara að gera sitt besta til að halda í þessa litlu þolinmæði sem ennþá finnst.
En að öðru við hjónin fóru á heimaslóðir mína um helgina á Góða stund í Grundarfirði og skemmtum okkur alveg kongulega. Við systkinin 7 höfum komið okkur upp þeirri hefð að hittast öll þá og grill saman með okkar fjölskyldum. Þið getið sé hvernig við skemmtum okkur á myndunum sem ég setti inn. Við systur tvær fórum á rosalega góða og skemmtilegta söngvasýningu með heimamönnum. Og vá hvað þau sungu vel og hversu margir syngja vel í Grundarfirði, vissi þetta ekki, nema auðvitað hvað ég syng vel, hummmm.
Þarna voru saman kominn stór hópur, um 25 manns örugglega, sem söng og spilaði snildar vel, takk fyrir það segi ég bara ef þið rekist einhver ykkar hér inn.