sunnudagur, mars 26, 2006

Biðin langa

Aldrei hefði ég trúað því í upphafi þessarar biðar að hún ætti eftir að vera svona "hlykkjótt". Það sem ég á við með því er að einn daginn er ég nokkuð viss um að við komum til með að fara út í t.d. maí næsta kannski í júni og svo nokkrum dögum síðar virðist allt stefna í að við förum ekki út fyrr en í september. Allar þessar get gátur eru komnar af því að lesa upplýsingar á netinu, sem hinir og þessir heyra frá sínu ættleiðingarfélagi, ekki heyrum við neitt þannig að einhver staðar verður maður að leyta upplýsinga. Ekki það að trúlega veit engin neitt um hvað koma skal í þessari bið, oftast um hreinar getgátur að ræða.

Ég hef fylgst aðeins með svona "Rumors" síðum þar sem fólk sem er í sömu sporum og við hjónin, að bíða, eru að safna saman upplýsingum um hverju við getum átt von á. Þá fer maður að hugsa hversu margir eru í raun í þessum sama pakka, bæði hér heima og í öllum heiminum. Þessi bið fer mis vel í fólk, sumir eru hreint út sagt bara komnir á yrstu brún í þolinmæði sinni að bíða, búnir að bíða lengi eftir að eignast barn og þegar kemur á síðasta sprettinum getur þetta verið virklega erfitt. Tala nú ekki um þegar marklínan færist alltaf fjær og fjær í raun í hvert skipit sem hún færist nær. Bið tímin hjá CCAA í Kína hefur verið að lengjast aftur úr 6-7 mánuðum upp í 10-12 mánuði og þó að þetta séu kannski ekki margir mánuðir þá geta þeir verið okkur sem bíðum virklega erfiðir. Biðin okkar hófs nefnilega ekki fyrir 10- 12 mánuðum, heldur oftast nær jafnvel allt upp í 10-12 árum. Þannig að það er kannski ekki skrýtið þó að þetta taki á taugarnar hjá mörgum. Ég er svo heppinn að eiga hana dóttir mína til að stytta mér stundirnar alla daga, en við saman þrjú erum stundum orðin þreytt á að fá ekki litlu systir (bróðir) til okkar. Við höldum í þá von að við getum farið að ná í hana í sumar og vonum að það rætist. Getum ekkert planað sumarfrí og verðum því bara að láta allt ráðast um hvernig sumarið okkar verður í þetta skiptið.