fimmtudagur, mars 17, 2005

Gleymda bloggsíðan

Ég verð nú að segja að ég var næstum búin að gleyma þessari bloggsíðu, en fékk áminningu um hana í dag og þá er best að skrifa smá hér á meðan næði er til. Simson í sjónvarpi og þá er heilögstund þeirra Ellýar og pabba hennar saman, í það minnsta á meðan upphafsstefið er.

Kannski hafa einhverjir haldið að við hefðum bara gefið upp öndina í öllu þessu flensuárásum sem á okkur herjaði. Ég reyndar komast að því að ég var bara svona lá í blóði þannig að flensunar voru meira slen vegna blóðleysis en ekta flensur. Nú er lífið allt annað með fulla orku og afköstin orðin meira á hinum ýmsu sviðum, hver veit nema þau nái hingað inn líka.

Það má segja að blóðleysið hafi verið uppgötvað fyrir tilstilli Dómsmálaráðuneytisins, eins mikið og við blótuðum þeim fyrir vitleysuna í þeim með að senda okkur eina ferðina enn í allar þessa blóðrannsóknir til að athuga hvort við værum við dauðans dyr vegna of þyngdar. Við komum auðvitað alveg glimrandi út úr þeim, meira segja betur en fyrir um 2 árum síðan, þannig að þeir ættu nú ekki að geta hankað okkur á því blessaðir. Við vorum nú samt ekki á því að fara í þessar rannsóknir í fyrstu þar sem við teljum hér um að ræða algjör mismunun og brót á jafnræðisreglunni. Sama tuggan hér, reikingarmaður sem er góðu líkamlegu ástandi er í meiri áhættu en ég með öll mín kg á að detta niður dauður samkv. hjartavernd og ekki ljúga þeir.

Annars virðist þetta ferli alltaf þurfa að taka sinn tíma, félagsmálayfirvöld hér í bæ áttu að vera búin að skila af sér 23. mars en ná því ekki þar sem þetta verður ekki lagt fyrir barnaverndarnenfnd fyrr en 30. mars. Við hittum þá sem sjá um þetta strax eftir páska helgina og förum yfir skýrsluna með henni. Þá á dómsmálaráðuneytið eftir að gefa blessun sína út og þá fyrst getum við farið í að safna öllum gögnum sem þarf til að senda þetta út, vottorð hér og þar. Við erum reyndar ekki bjartsýn á að ná að senda út í apríl eins og við höfum stefnt að, það er svona lífið, lítið hægt að plana í þessum efnum. Vonandi verður bara sent fljótlega út aftur svona í júní - júlí, þá tekur við um 6-7 mánaðar bið eins og staðan er núna, en það getur jú líka breyst og orðið lengri bið og kannski styttri. Við verðum vonandi allavega á eignast okkar annað barn ekki seina en eftir um ár héðan í frá. Allt annað er bara bónus.

Vonandi skrifa ég hér oftar þar sem núna fer þetta allt að verða raunverulegri að maður sé komin á stað í biðinni aftur. Biðin verður samt trúlega miklu auðveldari nú en sú fyrsta en samt er tilhlökkin til að eignast annað barn sú sama og að eignast það fyrsta, firðringur í magan er farin að gera vart við sig nú þegar.