miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Það er meira hvað getur verið gaman af blessuðum börnunum, þá er ég ekki bara að tala um barnið mitt heldur börnum almennt. Hef oft ekkert skilið í mér að fara ekki að vinna með börnum, finnst svo gaman að vera með þeim og eiga samskipti við þau.

Í morgun þegar við mæðgur mættum í leikskólan tók á móti okkur lítil dama sem beið spennt eftir Ellý Rún og þurfti mikið að skoða dótið sem hún var með sér. En þessa daganna förum við mæðgur labbandi með dúkkurkerru með Heiðdísi barnabarni mínu í. Þetta er mikið sport og mikið gaman. Nema þegar við erum komin inn þá eru allir krakkarinir að skoða köngluló sem búið var að gera heimili fyrir í glerkassa og gefa henni ýmislegt góðgæti að borða. Já gæludýr dagisns í dag eru köngulær sem ætla mann lifandi stundum að éta þegar maður kemur út, þar sem allt er fullt af vefum og hlussum sem sveiflast til og frá þegar maður rífur í sundum þessi meistarasmíði þeirra.

Nema hvað ég er að lyfta Ellý til að hún sjái og litla stelpa sér heldur ekkert, þannig að ég tek hana á hinn handleggin svo hún sjái líka. Aðeins síðar erum við mæðgur svo að kveðjast og knúsa hvora aðra bless og Ellý þurfti að fá svona auka knús. Kemur þá þessi litla stelpa til mín og tilkynnir mér að hún hafi bara alveg gleymt að knúsa pabba sinn í morgun, (úff það má ekki) . Hún horfir svona biðjandi augum að mér og ég spyr hvort hún vilji þá fá eitt knús frá mér í staðin. Ó já það vildi hún sko og þarna kraup ég með tvær litlar dömur sem vöfðu sér um hálsin á mér og brostu út af eyrum. Við vorum samamála um að það væri nú alveg nauðsynlegt að fá knús til að geta liði vel yfir daginn. Hún kunni svo alveg að þakka fyrir sig með augnaráði sínu, því hún ljómaði alveg í fram eins og ég hefi gefið henni stóra gjöf og hún væri svo ánægð með hana. Æ. þetta var svo sætt. Þessi litla dama er reyndar voða góð vinkona mín og þarf oftast að spjalla mikið við mig þegar ég kem með eða að ná í Ellý Rún. Ég á svo einn alveg einstakan vin í leikskólanum sem trúlega rétt orðin 3 ára, hann er algjört sjarmatröll og í hvert skipti sem ég kem, heilsar hann mér og spjallar og sjarmar mig alveg upp úr skónum. Æ, það er svo gaman af þeim, það vantar sko ekki.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home