Hvað var það sem ég....
... borðaði eða gerði sem í Danmörku sem varð þess valdandi að ég fékk alla þessa orku sem er í mér þessa daganna. Síðustu daganna hef ég verið hálf ofvirk miðað við síðustu vikur hér fyrir sumarfrí. Ég held að ég hafi svei mér þá að ég hafi þurft að komast í frí og skipta um umhverfi aðeins. Er full af orku og get verið að allan daginn að, vonandi dugar hún eitthvað fram eftir mánuði, enda nóg að verkefnum framundan hér heim, nú er að hefjast tími hreiðurgerðar og allt þarf að vera orðið á sínum stað í þessu húsi í lok ágúst.
Við hjónin erum búin að bera á pallinn og slá garðinn, byrjuðum á arfanum en góða veðrið dugði ekki alveg nógu lengi fyrir allan arfan sem er í garðinum okkar, úppps.
Í dag réðist ég á háloftið sem er lengi búið að vera okkar alla versta martröð frá því bílskúrnum var skipt upp í vinnuherbergi handa mér og geymslurími. Þangað hefur mörgu verið hent upp í rykið og ógeðið sem myndaðist við að klæða bílskúrinn og stúka hann af og gera fínan. Ég fór því í fluggírin í dag og stóð þarna hokin í allan dag, hæðin þar er 165 þar sem hún er mest á einum litlum punkti og ég er trúlega 168 eða svo, mest lá ég þó á hnjánum og færði til dót og raðaði í hillur, þurrkaði ryk sem nóg var af og HENTI dót niður sem síðar rataði í Sorpu. Já, það var fullum bíl af drasli hent, bókum sem engin á eftir að lesa nokkurn tíman aftur, blómapottum, handavinnu frá 1980 og bara öllu sem hafi ekki verið tekið upp síðustu 5 árin. Það er nýja reglan hér á bæ, það sem ekki er notað í allavega 5 ár má fara á hauganna. Enda eru allar geymslur að verða tómar hjá okkur miðað við hvernig þær voru hér fyrir svona 3 árum síðan. Höfðum það meira segja að orði að við gætum farið að flytja og kaupa okkur nýtt hús þar sem það væri orðið svo lítið drasl að flytja á milli húsa. En það er svo gott að vera hér að við gerum það nú ekki alveg á næstunni, ekki fyrr en fer að þrengja meira að okkur.
Svo byrjaði ég á að taka til í skápum í svefnherberginu því nú þarf að gera pláss fyrir fatnað á væntanlega nýjan fjölskyldumeðlim. Allir þurfa eiga sínar skúffur og hillur í herberginu, það verður orðið vel nýtt allt pláss í þessu herbergi þegar við verðum orðin fjögur þarna inni. En mikið verður það nú gaman og notalegt að vera svona öll saman. Enda er þetta fjölskylduherbergið með meiru.
Nú fer líklega að styttast, í að við fáum litluna okkar (litlan) okkar heim, lengist reyndar um mánuð í það minnsta fyrst frá því sem við vorum að vona, en vonandi lengist það ekki meir. Við erum búin að gefa ágúst upp á bátinn og höldum okkur núna við að fá upplýsingar í lok september og komast út í byrjun nóvember. Þetta er allavega svona eins og við getum átt von á að þetta verði miðað við stöðuna í dag, en í raun vitum við ekki neitt fyrr en upplýsingarnar eru komnar til okkar. Þann 17. ágúst erum við búin að bíða í ár frá því kínverjar (CCAA) skráðu umsókn okkar inn en þær fóru reyndar á stað út í lok júlí og var móttekin hjá CCAA 2. ágúst. Biðin er því komin yfir árið en þá á eftir að bæta við um 6-7 mánuðum sem tók okkur að fá samþykki hér heima og klára að gera umsóknina. Það stefnir því allt í að ferlið eigi eftir að taka okkur uppundir 2 ár í þetta sinn, og við sem héldum í upphafi að það tæki ekki nema rétt um 1 ár eða svo. Svo mikið er víst í þessu ferli að engin veit hvernig það verður fyrr en heim er komið.
Farin að taka til aðeins fram að miðnæti, óþarfi að slá slöku við þar sem klukkan er ekki nema um 23:15. :-)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home