Sumarið týndist, fundarlaunum heitið
Var að lesa síðasta bloggið mitt og sá að þá var sumarið komið. Nokkuð út séð að það hefur týnst aftur. Hef reyndar grun um að það sé að finnast núna næstu daga, sé að veðurspáin á MBL er aðeins að breytast í meiri sól og sumar. Þetta er líka orðið alveg nóg af rigningu og kulda, kannski er sólin að koma hér á landi svo hún geti ullað á eftir mér þegar ég fer með minni familí til Danmerkur í næstu viku. Þó þar sé hitabylgja núna er ekki alveg eins víst að svo verði þegar við mætum á svæðið :-( En það er þó gott ef ég get kallað sólina yfir íslendinga og minnkað hitan hjá dönum.
Ég er að reyna setja mér smá heit og reyna að skrifa hér oftar, vonandi næ ég að standa við það, skrifa oftar og lítið (eins og ég kunni að skrifa lítið, er best í ritgerðum, léleg í smágreinum)
Þar til næst sumarkveðjur með von um að sólin sé að koma til að vera
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home