Búið að staðfesta fréttirnar
Jæja þá er komin staðfesting á því að umsókn okkar hjóna fór út til Kína um mánaðarmótin og var móttekið hjá CCAA þann 02.08.2005. Sem þýðir að við erum trúlega á leið til Kína að ná í okkar annað barn í mars eða apríl á næsta ári. Ekki amalegt það. Þetta á eftir að vera frekar stutt meðgang og trúlega auðveld líka, ef miðað er við fyrri meðgöngu. Sem var bæði löng og ströng og tók alveg ótrúlega mikið á taugarnar. En ef ég þekki okkur rétt þá verður farið að síga á þolinmæðina þegar fer að líka á janúar og spennan verður trúlega orðin alveg yfirgengileg í lok janúar byrjun febrúar þegar vænta má upplýsinga. Nú er bara njóta þess að eiga eitt barn eins og manni var alltaf sagt að njóta þess að vera barnlaus þegar maður átti ekkert barn. Ellý verður án efa knúsuð í bak og fyrir þennan tíma sem hún verður einkabarn okkar því það er hætt við að tímin til knúsa minnki eitthvað þegar annað barn verður komið á heimilið. Ellý veit líka fátt betra og skemmtilegra en að knúsast og biður okkur oft um að koma með sér inn í stofu eða upp í rúm að knúsast. Í morgun var hún ekkert tilbúin að fara á fætur og sagði bara: "Ekki fara alveg stakks á fætur, bíddu pínulítið mamma. Fyst knúsast aðeins." Og það var auðvitað látið eftir henni.
3 Comments:
Til hamingju með það heillinn og svo værir þú kannski til í að senda manni tilkynningu þegar þú tjáir þig hérna. Eftir tveggja til fimm vikna þögn gefst maður upp á að kíkja á síðuna en svo tekurðu þig til og skrifar og skrifar og ...
Takk fyrir síðast - það var frábært að hitta ykkur öll :)
Mér þótti voða gaman að fylgjat með litlu dömunum - allar svo yndislegar :)
Bestu kveðjur að sinni - Kitta ;)
Til hamingju með þennan stóra áfanga. Barn nr 2 bara á leiðinni!!!
Hlakka til að vera í sömu sporum.
Ingibjörg J mamma Kristrúnar Huang
Skrifa ummæli
<< Home