mánudagur, apríl 25, 2005

Forsamþykkið í höfn

Stórum áfanga í ættleiðingarferlinu náð núna. Þegar pósturinn var tekin upp eftir dvölina í danaveldi kom í ljós umslag frá Dómsmálaráðuneytinu og tilkynningum að okkur hefði verið veitt hið langþráð forsamþykki til að ættleiða barn frá Kína. Nú er bara að fara taka sig á og safna saman fleiri gögnum til að geta klárað umsóknina og koma henni út til Kína eða í það minnst á skrifstofu ÍÆ og vona að nokkrir aðrir geri slíkt hið sama næsta mánuðinn svo umsóknin okkar fari út í júní í síðasta lagi. Um að gera að reyna að halda í bjartsýnina, ekki satt.
Tilfinningin fyrir þessu forsamþykki er samt í við meira niður á jörðinni en þegar við fengum það í fyrsta sinn, þá var spennan svo mikil að lá við að upp úr syði af og til. Allt er miklu deppaðri núna enda vitum við meira hvað kemur næst í ferlinu, það er ekki okkur hulin ráðgáta eins og ferlið var síðast. Hef oft gagntýnt það að mér finnst stundum komið fram við væntanlegur kjörforeldra af ÍÆ eins og smábörn. Við fengum upplýsingar um næstu skref í teskeiðum, máttum aldrei vita meira en hvað gerðist í allra næsta skrefi, ferlið til enda varð okkur ekki ljóst fyrr en það var á enda. Á meðan var maður alltaf í óvissu um hvað gerðist næst og hvað ekki, yrði þetta svona eða hinsvegin eða við hverju átti maður að búast.

Þrátt fyrir að við höfum ekki neitt af ráði rætt það við Ellý að hún eigi von á að eignast systkini tók hún upp á því í dag að tilkynna öllum í leikskólanum sem það vildu heyra að hún ætti von á lítilli systir. Besti vinur hennar var að eignast systkini, systir að ég held og hún nefndi það við mig einn daginn að hún vildi líka eignast lítið systkini. Ég svarði því til að hún mundi vonandi eignast eitt þannig einn daginn. Síðan hefur ekki verið um það rætt. Í dag spurði ég hana hvar maður gæti fengið svona litla systur og ekki stóð á svarinu: "í búinni, fara kaupa systir" það er jú allt keypt í búðinni sem maður eignast og þarf á að halda.

1 Comments:

At 11:39 e.h., Blogger Hafrún said...

Kaupa systir og borga með korti.
Svona er Ísland í dag.

 

Skrifa ummæli

<< Home