Brottist inn hjá mér í nótt
Ég sá það þegar ég vaknaði í morgun að friðhelgi þessa heimilis hafði verð rofin í nótt og óboðinn gestur komið hér við og ráfað um húsið á skítugum "skónum". Sem betur fer hafði hann ekkert á brott með sér svo ég viti til en hann hefur kíkt í herbergin og skoðað hvernig heimilisfólkið lifir. Á meðan þessi óboðni gestur ráfaði um húsið, stein sváfum við öll þrjú, trúlega hefur hann kíkt inn í svefnherbergið hjá okkur líka, ef hann hefur lagt í það vegna nætur söngva heimilsfólksins sem söng það skemmtilega lag "hrotur". Af sporunum og sóðaskapnum að dæma var "gesturinn" smáfættur mjög og ekki hefur hann farið um með hávaða þar sem húsmóðirinn sefur yfirleitt frekar laust. Sem sést best af sögunni þegar hún vaknaði hér fyrstu nóttina sína í þessu húsi við óæskilegt hljóð og rauk fram tilbúin að ráðast á þjófin sem hún var viss um að væri að stela öllu leirtauinu hennar og hann hafði meira segja fyrir því að hún hélt að taka það úr uppþvottavélinni. Ekki datt húsfrúnni í hug að vera vekja mann sinn og láta hann sjá um að verja friðhelgi heimilisins heldur þaut fram með miklum formælingum um að viðkomandi skildi nú bara gjöra svo vel að láta hennar diska og glös vera. Ekki það að þetta hafi verið mávastellið eða eitthvað dýrt stell, trúlega þúsundkróna stell úr Hagkaupum. Þegar ég var komin fram með inniskóin reittan upp til höggs tilbúin að lúberja þennan diskaþjóf, blasti við henni MOGGINN. Ó já það var víst póstlúga á hurðinni sem olli þessu leirtauja hljóði, en ekki neina innbrotsþjófur.
Óboðni gesturinn hafi ekki áhuga á leirtauni okkar í nótt, þrátt fyrir að það sé nú aðeins dýrari en við áttum hér um árið með Mogganum. Í raun er ég ekki viss um hverju hann hafi áhuga á, kannski eigum við bara ekkert sem honum hefur fundist þess virði að taka með sér, eða kannski var þetta bara einhver sem hefur gaman að svona "innlit, útlit" heimsóknum. Ekki veit ég hvað vakti fyrir honum. Ég hef reyndar þennan sama "aðila" grunaðan um að gera stykkin sín í garðinn minn líka, hef mátt moka nokkrum vænum úr honum svo dóttir mín stígi ekki ofan í þá þegar hún er úti að leika. Af einhverjum ástæðum er mér ekkert vel við svona heimsóknir hvorki inn í hús mín né í garðin, væri svo í lagi að kíkja í garðin ef hann sleppti því að gera stykkin sín þar. Þessi óboðni gestur er trúlega á framfæri einhvers hér í nágrenninu þar sem hann fer nú trúlega ekki langt frá heimilinu sínu. Ef barnið mitt mundi gera þetta sama heima hjá forráðamönnum þessa óboðna gests, fara inn að nóttu til og skilja eftir sig vegsummerki í formi moldar og jafnvel reka sig í hluti og brjóta og kúka svo í garðinn hjá þeim áður en það héldi heim, yrði trúlega hringt í mig daginn eftir og ég fengi að heyra það að þetta væri ekki æskileg hegðun og fleiri heimsóknir frá henni væru ekki æskilegar á þeirra heimili né í garðinn þeirra. Fyrir utan það að barnið mitt á ekkert með að vera flækjast eftirlitslaust úti að nóttu til. En hvernig er það mega kettir vera að flækjast úti eftirlitslausir allan sólarhringinn, hundar mega það ekki, hvað er það sem veldur að köttum sé frekar treystandi til að haga sér betur en þeim? Það hef ég aldrei skilið og mun trúlega aldrei skilja, í það minnsta ekki á meðan þeir eiga eftir að skríða hér inn um glugga, gleymi ég að loka glugga á húsinu yfir einhverja góðviðris nóttina. Þessi heimsókn í nótt var ekki sú fyrsta, eitt skiptið ældi þessi óboðnigestur einn gluggan minn allan út eftir að hafa étið yfir sig af eigin hárum. Kannski ég sendi barnið mitt til eiganda hans þegar hún fær ælupest næst og leyfi henni að æla þar allt út.
Komman, kettir eiga að vera heima hjá sér, þeir eiga ekki að hafa meiri rétt en aðrir í þessu þjóðfélagi til að valsa um heimili annarra og skíta í garða hér og þar út um allan bæ. Veit að þeim sem eiga þessi dýr þykkir voða vænt um þá, en ef þeim þykir svona vænt um þá út af hverju leyfa þeir þeim þá að vera úti á næturnar? Ekki það að ég hef aldrei skilið þessa þörf að eiga gæludýr, átti einu sinni páfagauk og var skýt hrædd við hann svo hrædd að ég var næstum búin að drepa hann og sjálfa mig úr hræðslu við að þrífa búið hans. Við héldum kannski að hann gæti gert eitthvað fyrir barnleysis mál okkar eins og fólk telur að hundar geti gert, hvað það svo er hef ég aldrei skilið. Í mínum huga eiga dýr heima í sveit þar sem þau geta valsað um án þess að þurfa rekast i heimsóknir á næstu bæjum um miðja nótt.
2 Comments:
Það er naumast að mín er farin að blogga þétt. Maður bara missir af þessu, enda orðin svo vanur að kíkja bara við einusinni í mánuði af gömlum vana.
Eins gott annars að mínir kettir eru langt frá annars fengi ég sennilega Ellý í garðinn hjá mér að gera stykkin sín. :P
Hafrún.
Mikið er nú gaman að þú ert farin að blogga aftur. Ég var orðin ansi forvitin um framganginn í ættleiðingarmálunum :-) Gangi ykkur vel. Kv. Elín
Skrifa ummæli
<< Home