fimmtudagur, september 30, 2004

Veikindi og syfja herja á þenna bæ

Ekki fór mikið fyrir lestri þennan daginn fyrr en undir kvöldið. Dóttirinn sem hefur varla orðið misdægurt frá því hún kom heim frá Kína fékk sína fyrst ælupest í leikskólanum í gær og ældi á mömmu sína í nokkur skiptið, hún náði að sleppa sjálf við spýjurnar en ég fékk þær allar á bakið á mér. Í dag skoppaði litli sjúklingurinn um með bros á vör og var hin kátasta hér heima, dundaði sér og mömmu sinni í allan dag. Borðaði svo mikið að ég var hrædd um að fá þetta allt yfir mig, en nei alveg batnað og hafði óstöðvandi matarlist fram eftir öllum degi.

Ég var á hinn boginn ekki eins hress og dóttir mín í dag, svefnleysi af verstu tegund háði mér. Þegar snúllan mín var sofnuð eftir hádegi átti að reyna að friða prófsamviskuna og lesa smá, en um leið og ég byrjaði þá fór allt að hringsnúast og ég stein lá. Svaf samt frekar laust og illa og náði ekki að hvílast nóg til að losa mig við svefnþörfina. Svo er að svo oft þannig að þegar maður loksins nær að sofna þá hringir einhver eða bankar eða eitthvað sem á ekki að gerast þegar maður er að reyna að sofna. Viðkomandi spyr mann hvort hann hafi verið að vekja mann og maður svarar; nei, nei ég þurfti hvort sem er að vakna það var eitthvað fífl að hringja og vekja mig.

Ég er samt svo hissa á hvað ég er róleg yfir þessum óvæntu töfum í lestrarfríi mínu, hélt að ég mundi stressa mig upp yfir þessu, en ó nei bara hin rólegasta, enda ekki von á heimsendir þrátt fyrir að 1,2 eða 3 dagar detta út, ég les þá bara minn og kann þá bara aðeins minna eða les þá bara meira hina daganna. Enda ekki það sem skiptir mestu í lífunu þessa stundina, ó nei, annað skemmtilegra sem er í forgangsröðunni hjá mér. Annað hvort næ ég þessum prófum með því að lesa það sem ég kemst yfir eða ekki, svo einfalt er það mál.

Núna eru augnalokin á mér orðin svo þung að þau eru alveg að detta niður og því komin tími á að fara í rúmið snemma þetta kvöldið, en kl. 11 telst snemmt hér á bæ vökustauranna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home