þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Að vera eða vera ekki

Þoli ekki svona heilsuástand að vera ekki veik en samt eiginlega veik. Kannist þið við það?
Ég er í svona samúðar veikindum með manninum mínum, hann er búin að vera veikur með kvef og hita. Ég fæ hita á kvöldin en ekki á morgnanna og hver heldur sig heima og tilkynnir sig veikan þegar maður er hitalaus, burt séð frá því þó maður viti að maður verði trúlega orðin slappur fyrir hádegi. Nei, ef maður ætlar að vera heima þá verður maður að vera með hita eða er það ekki? Hver hættir líka við að fara í vinnu, búin að strauja bæði buxur og skyrtu kl. 7 að morgni til að fara í, það er nú ekki hægt, maður verður að mæta, ekki satt. Ef maður getur strauð svona snemma að morgni getur maður líka unnið einn vinnudag.

Núna ætla ég að fara að sofa til að ná úr mér þessum samúðarhita fyrir næsta vinnudag.

1 Comments:

At 10:04 f.h., Blogger Hafrún said...

Enda vita allir að karlar eru óttalegar kellingar.

 

Skrifa ummæli

<< Home