sunnudagur, ágúst 15, 2004

Týna ber, týna ber

Berjaferð ársins hefur verið farinn, með nokkuð góðum árangri. Fórum vestur í Grundarfjörð og ég náði að tína um 6 lítra á um 3 tímum, nokkuð gott það. Fékk reyndar hjálp frá góðu fólki. Annars er það merkilegt með þessa berjatýnslu mína, í ár týndi ég bara aðalbláber, sem ég get varla sagt að ég borði. Er samt að reyna að læra að borða þau, kannski tekst það núna fannst þau bara nokkuð góð þegar ég smakkaði þau. Ég hef hingað til bara borðað krækiber og þegar ég fer í berjamó þá týni ég bara en borða ekki, nema þá í restina þegar búið er að fylla krukkur og er á leið niður í bíl aftur. Svo kem ég heim með fullt af berjum og þá gleymi ég stundum að borða þau. Þau eru ekki eins góð heima í stofu úr fötu eins og út í náttúrunni beint af þúfunni. Nú er bara spurning um hvað ég eigi að gera við þessi ber sem ég týndi, sulta, safta eða frysta. Ég týndi líka slatta í fyrra og mest af sultunni eftir ennþá og saftið fór að mestu í vaskinn og eitthvað er að berjum í frysti ennþá. Já, ég veit, hvers vegna í ósköpunum er ég að týna þessi ber? Jú, það er svo rosalega gaman að liggja einhverstaðar á þúfu og týna ber, það er mín eina ástæða. Kannski ég verði duglegri að gefa Ellý saft og sultu í vetur og hafa bláber og rjóma í eftirrétt.

1 Comments:

At 3:32 e.h., Blogger Hafrún said...

Ekkert vandamál Gilla mín. Hvenær á ég að mæta og fá aðalbláber og rjóma. Mjólkurglas með sykri (canderel af því við borðum ekki sykur) fyllt upp með krækiberjum er frábær drykkur.
Svo ekki henda neinu og ekkert vera að stressa þig á safti og sultum. Við bara borðum þetta.

 

Skrifa ummæli

<< Home