fimmtudagur, október 23, 2003

Þá er það ljóst að við förum út á eins árs afmælisdegi hennar Ellýar Rúnar þann 27. okt. Við ákváðum að taka enga sénsa með að að treysta á að það verði samið fyrir þriðjudaginn. Til þess er spenna alltof mikil að það sé hægt að bæta þannig stressi ofan á. Við förum til Köben á mánudag og tölum dönsku í einn dag og gistum þar. Fljúgum svo eins og til stóð til Kína á þriðjudagskvöldið. Eins gott að það detti ekki einhverjum fleirum að fara í verkfall eða gera einhverjar glóríur á meðan ferð okkar stendur. Nú þarf bara að fara að klára það sem klára þarf fyrir ferðina miklu. Þetta er alveg rosalegur léttir, það verður ekki annað sagt. Við ætlum að reyna að vera smá skipulögð næstu daga og vera búin að gera mest á laugardaginn þannig að við getum bara tekið því rólega á sunnudag. Eins gott að ég hætti þá að hanga hér og komi mér í að gera eitthvað að viti. Læt heyra í mér fljótlega aftur.


Eitt svona að lokum, takk fyrir allar góðu kveðjurnar frá ykkur sem hafið skrifað í gestabókina, þykir vænt um að sjá kveðjurnar ykkar. Endilega skrifið sem oftast :-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home