sunnudagur, október 19, 2003

Úff, ekki hægt að segja að ég hafi verið duglega að skrifa hér inn síðust vikur. Við hjónin erum núna komkn i sumarfrí, skildum smá eftir í sumar til að tekið því rólega og dundað aðeins heima við áður en farið er í ferðina miklu. Síðust dagar hafa farið í að draga aðföng í hús, ýmislegt sem þarf að kaupa áður en barn kemur á heimilið. Svo þarf að kaupa ýmislegt til að hafa með út, bæði fyrir okkur og snúlluna okkar. Svo er búið að þvo og strauja öll barnafötin sem búið er að kaupa, taka til í fataskápum og skúffum til að lítil prinsessa fái pláss yfir sín föt. Það er semsagt búið að vera alveg nóg að gera, en líka búið að slaka aðeins á, fara í fótsnyrtingu og í klippingu og svona smá sjæn fyrir ferðina, svo maður líti nú að eins betur út.

Ég var reyndar búin að búast við að tíminn fram að ferð yrði rosalega lengi að líða og við hjónin erum eiginlega alveg hissa hversu fljótt hann hefur liðið. Erum meira segja farin að hafa áhyggjur af því að hann líði allt of hratt. Þannig að það er eins gott að fara að draga fram ferðatöskur og pakka niður um miðja næstu viku. Stefnan er að taka sem minnst með okkur út þannig að við getum verslað sem mest úti. Það þarf að vera pláss fyrir silkið og postulínið, listaverkin og allt það sem keypt verður úti til að Ellý litla eigi eitthvað frá sínu heimalandi þegar hún eldist og minnjagripi fyrir okkur öll úr þessari ferð sem ferður trúlega einhver sú eftirminnilegasta í lífi okkar.

Við erum farin að telja niður daganna (reyndar búin að gera það síðan í janúar í fyrra) þanngað til við förum og núna 10 dagar þanngað til og eftir 9 mínútur verða það bara 9 dagar. Stundum finnst mér ég vera full rólega yfir þessu öllu saman, eins og ég fái eitthvað ærðuleysi yfir mig til að komast í gegnum þessa daga, því þegar maður horfir á myndina af þessari litlu stelpu þá vill maður ekkert annað en komast il hennar sem allra allra fyrst. Við reyndum fengum þær fréttir í gær að við fáum hana í fangið einum degi fyrr en við héldum, þannig að þann 2. nóv. verður okkar dagur. Þann dag komum við til með að sjá dóttur okkar í fyrsta sinn með eigin augum og halda á henni í fanginu.

Ég skal reyna að vera duglega að skrifa næstu daga, en lofa engu. Maður er í öðrum heimi þessa daganna, ekki alveg vel tengdur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home