þriðjudagur, september 16, 2003

Jæja, nú eru heldur betur komnar fréttir, ekki hægt að segja annað. Ég fékk mjög svo óvænt símtal í dag frá Guðrúni hjá ÍÆ og hélt í fyrstu að hún ætlaði að segja mér hvenær ferðafundur hefði verið ákveðinn. Leyfði mér reyndar að vona í sekúndu að búið væri að þýða allt og við mættum fara að ná í gögnin en vissi að það var mjög svo ólíklegt.

Við fengum sem sagt að vita að dóttir okkar er fædd þann 27.10.2002 og heitir Yu Hong og eftir nafnið er Lu. Kínverjar skrifa eftirnafnið fyrst og tengist það barnaheimilinu á einhvern hátt. Hún heitir því upp á kínversku Lu Yu Hong. Nú er bara að vona að hún verði komin í fangið á okkur fyrir eins árs afmælið daginn sinn. Það verður mikil pressa að ná því svo mikið er víst.

En svona ykkur að segja þá er þetta alveg frábær tilfinning, að geta sagt nafnið á barninu sínu og vitað hvenær það er fætt. Nú er bara að halda sönsum fram á miðvikudag eða fimmtudag ef við fáum upplýsingarnar og myndir þá, Vona, vona. Annars verður það á föstudag. Eitt er víst að ég verð andlega fjarverandi næstu daga og trúlega næstu vikur, eða þar til við komumst út að ná í Hong okkar. Besti dagur ævi minnar hingað til er í dag, sá besti verður þegar ég held á henni Hong í fyrsta sinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home