Jæja, nú ætti að fara að styttast í það biðin eftir upplýsingum taki enda. Við erum að VONA að við fáum fréttir í næstu viku um litla stelpu í Kína. Ósaðfestar fréttir segja að CCAA séu byrjaðir að senda út upplýsingar í dag eða gær. Sem gæti þýtt að við fengjum hina langþráðu fréttir um að við séum orðin foreldrar seinni part næstu viku. Eitt er víst að næstu dagar eiga eftir að vera mjög taugatrekkjandi og trúlega verður aldrei sem fyrr farið inn á netið til að athuga með eitthverjar fréttir ummálið.
Við bíðum því alveg rosalega spennt og óþreyjufull eftir að eitthvað gerist.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home