Þetta virðist ætla að ganga hratt fyrir sig þessa daganna og vikurnar hjá CCAA í Kína, þeir eru þegar búnir að senda út upplýsingar fyrir júní og júlí þannig að nú er bara að bíða spennt eftir hvenær næstu tveir mánuðir koma frá þeim. Þá gætum við fengið upplýsingar, en trúlega þurfum við að bíða aðeins lengur, en að öllum líkindum fá allavega 6 foreldrar hér heima upplýsingar um sín börn og það er nú bara nógu spennandi fyrir mig að vita af því. Þar á meðal eru nefnlega nokkir tilvonandi foreldrar sem ég þekki og það verður æðislegt að fá að upplifa þetta með þeim og vita að okkar er alveg að koma. Veit samt að ég verð smá öfundsjúk að fá ekki líka en það er nú bara eðlilegt, ekki satt.
Ég er búin að vera reyna að finna einhverja haldgóða afsökun yfir því að vera alltaf að kíkja á póstin hjá mér og fylgjast með því sem er að gerast á netinu í ættleiðingarmálum frá Kína. Í morgun komst ég niður á góða afsökun, hún er sú að "meðganga" okkar hjóna fer að miklu leyti fram á netinu. Þar fáum við í raun upplýsingar um hversu langt við erum komin og hversu langt er eftir. Það er jú engin svona 9 mánaðar meðganga hjá okkur, því frá því að við sendum umsóknina út eru komnir 9 mánuðir og við ekki komin með barn ennþá. Meðgangan nefnilega styttist og lengist til víxl hjá okkur, allt eftir því hvað við lesum á netinu. Netið er því okkar "ljósmóðir" og "sónar" því ekki förum við í neinar skoðanir eða tékk til að sjá hvernig gengur hjá okkur heldur þurfum við að leita eftir þeim upplýsingum sjálf. Ef ég færi ekki á netið allan biðtíman og væri ekki í þeim netgrúppum sem ég er í þá vissi ég ekkert og mundi ekkert vita trúlega, fyrr en allt í einu væri hringt og sagt að við værum búnin að fá upplýsingar. Það er nefnilega þannig að við fáum engar upplýsingar frá t.d ÍÆ allan tíman sem við bíðum. Hver mundi vilja eignast barn og geta ekki fylgst með hvenær von væri á því inn á heimilið? Tala nú ekki um þegar áætlaður "fæðingardagur" er gjörsamlega óútreiknanlegur. Ekki ég svo mikið er víst. Sú óvissa væri ekki eitthvað sem ég gæti búið við, ég þarf að geta haft meira yfirsýn yfir líf mitt en það að vita ekki hvað næstu dagar og vikur bera í skauti sér hvað svona stórviðburði viðkemur.
Þannig að nú fer ég bara eins og oft á netið og mig listir hvort sem ég er í fríi eða ekki og reyni að finna út hvort ég megi búast við að sjá fyrir lok "meðgöngu" okkar hjóna á næstu dögum, vikum eða mánuðum. Þarf ekki lengur að vera að afsaka mig og hafa áhyggjur af þessu netfíkn minni, hún rennur trúlega af mér þegar ég er komin með gullmolan okkar í hendurnar.
Eigið öll góða helgi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home