laugardagur, maí 10, 2003

Allir hættir að nenna að kíkja á síðuna mína þar sem ég hef ekki skrifað neitt í marga daga og vikur. En það er nú ástæða fyrir því, ég er búin að sitja við dag og nótt síðust dag og reyndar vikur og mánuði að skrifa og setja inn efni á heimasíðuna Ættleiðing.is ( http://www.aettleiding.is ) Hún fór svo loksins í loftið í morgun og þá gef´ég mér loksins tíma til að skrifa hér inn. Á bak við eina heimasíðu liggur mikil vinna sérstaklega þegar maður vill hafa hana þannig að hún sé sem best úr garði gerð og efnið sé vel sett upp og síðast en ekki síðst að efnið sé gott. Ég er viss um að á bak við Ættleiðing.is liggja eitthverjir hundruðir tímar sem við sem að henni stöndum höfum setið við. Margir hafa lagt okkur lið og eiga þeir miklar þakkir skildar. Ef þið hafið ekki þegar kíkt á síðuna og kynnt ykkur hvað er á henni þá endilega gerið það núna.

En að ættleiðingarmálum okkar hjóna, í þeim málum má segja að það sé í raun ekkert að gerast. Ferðin til London varð ekki til þess að fylla skápana af barnafötum. Keypti jú nokkrar flíkur svona til að hafa í skúffu og kíkja á til að minna mig á að þetta sé nú allt að koma.
SARS fárið gæti haft þau áhrif að afgreiðslu umsókna frestast eitthvað en nú eins og alltaf er bara að vera bjartsýn á að það verði ekki miklar tafir. Það er víst eitthvað um að fólk hjá CCAA geti ekki mætt í vinnu vegna veikinda ættingja eða það er sjálft veikt eða hafi verið sett í einangrun vegna hættu á að það sé smitað. Það er því ekki verið að keyra á fullum mannskap á skrifstofunni eins og vanalega.

En nú er að fara að kjósa og kjósa rétt. Vona að ég hafi það af að mekja við rétta flokk, hver svo sem hann er. Það er úr vondu að velja.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home