Þetta er nú orðin mánaðarbók en ekki dagbók. Hef reyndar smá afsökun, komst ekki hér inn í nokkra daga. Því lík afköst í skriftum hér, ekki það að það sé svo mikið að gerast í ættleiðingarmálum. það er bar bið og aftur bið í gangi á þessum bæ. Reyndar koma góðar fréttir af og til og sú besta sem ég hef fengið er sú að það gæti verið að við færum út í ágúst. Það er aðeins fyrr en mínar björtustu vonir voru en ég hef leyft mér að vona að við förum út í sept. Ætla að halda mér við það ennþá þanngað til ég fæ nánari upplýsingar um þetta. Bútasaumurinn gengur bara nokkuð vel miðað við þann frítíma sem maður hefur frá vinnu, teppið langt komið, lítið lita glatt teppi sem ég á eftir að setja bak á. Annars er tilhlökkunin að ná yfirhöndinni núna og spennan alltaf að magnast. Ég er komin í svona hreiður hugleiðingar, vill fara að vinna að því að gera heimilið barnavænt smátt og smátt enda af nógu að taka hér innan dyra. Enda ekki verið gert ráð fyrir litlum höndum að fálma um. Það er því ansi hætt að heimilið taki stakkaskiptum næstu mánuðina.
Jæja læt þetta duga í bili
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home