Sæl öll sem fylgist með, hér koma fréttir sem við hjónin erum búin að bíða lengi eftir. Umsóknin okkar er farin út , reyndar veit ég ekki hvort það gerðist í dag, gær eða fyrir viku síðan. ÍÆ hefur ekki séð ástæðu til að tiltaka daginn. Hjá okkur sem ættleiðum er þetta dagurinn sem "getnaðurinn" er að mestu lokið, nú erum við hjónin orðin "ófrísk" já og meira segja við bæði. Svei mér þá ef mér líður ekki eins og ef ég hefði fengið jákvæða prufu úr ófrískuprófi, svo hamingjusöm er ég þessa stundina. Hjartað tekur auka slög og dansar af gleði.
Nú getum við ekkert annað gert en að bíða og vona að Kínverjum lítist vel á okkur og ákveði að senda okkur uppl. um litla sæta steplu sem við megum eiga, elska og ala upp sem okkar eigið barn. Nú get ég farið að setja upp síðuna mína um biðina löngu á heimasíðunni minni. Það á eftir að vera löng síða skal ég segja ykkur, því þessi bið á eftir að vera löng og erfið. Meðgang í 12-14 mán., úff, flestum finnst nú 9 mán. nóg.
Jæja verð að rjúka að kaupa með kaffinu fyrir fund hjá ÍÆ í kvöld sem ég er víst í forsvari fyrir með fleirum.
Skrifa fljótlega aftur og segi ykkur hvernig "meðgangan" verður.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home