sunnudagur, september 01, 2002

Föstudagskvöldið hittum við nokkurn hóp fólks sem er að ættleiða eða hefur ættleitt. Það er alltaf lærdómsríkt og gaman að hitta annað fólk sem í sömu sporum og urðum við hjónin margs vísari. Þetta fólk hefur eða er að ættleiða frá Rúmeníu, Indlandi, Kína og Kólembíu og hafa allir frá einhverju að segja úr reynsluheimi sínum. Það er alvega nauðsynlegt fyrir alla að hittast og ræða málin á opinskáan hátt og miðla vitneskju og reynslu sinni manna á milli. Vonandi tekst okkur að koma á opnum fundum hjá ÍÆ þar sem allir sem eru að ættleiða, hafa ættleitt eða eru að hugsa um að ættleiða geta hist og rætt saman.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home