Jæja þá er að byrja á þessari dagbók. Hér ætla ég að skrifa helstu atburði sem gerast í ættleiðingarferlinu hjá okkur hjónum á meðan við bíðum eftir að fá langþráða símtalið þar sem okkur verður tilkynnt að okkar bíður stúlka í Kína sem við megum fara að ná í. Við búumst við að fá þetta símtal eftir 12-14 mánuði frá því umsóknin okkar fer út.
Við skiluðum umsókninni okkar inn á fimmtudagsmorgunin þar sem allir pappírar voru stilmplaðir af sýslumanni. Starfsmaður ÍÆ sér svo um að klára að ganga frá og senda allt út. Við vonum að það líði ekki nema 2-3 vikur áður en umsóknin okkar og hinna hjónanna sem fara með okkur fari á stað til Kína.
Við fengum þær fréttir á fimmtudaginn eftir að við skiluðum okkar umsókn, að umsóknir sem áttu að fara út í maí hafa ekki verið sendar út enn og fólki sem átti þær hefði ekki verið látið vita af því. Fólkið hélt að umsóknin þeirra væri farin út og því var þetta vondbrigði fyrir þau að vita að umsókn þeirra væri búin að liggja í skúffu hér heima í stað þess að verið væri að vinna í henni í Kína. Við ætlum því að vera duglega að athuga hvort hún fari ekki örugglega út eftir 2-3 vikur en fái ekki skúffupláss hjá ÍÆ í einhverjar vikur. Því það gerist víst lítið í þeim skúffum sem flýtir fyrir því að við fáum stúlkuna okkar heim.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home