Ég má nú alveg til með að þakka öllum þeim sem hafa skrifað í gestabókina mína fyrir mig. Gaman að fá svona kveðjur frá ykkur, vona að þið kíkið af og til og sjáið hvað hefur bæst við á síðuna hjá mér. Ég ætla að reyna að muna eftir því að skrifa hér þegar ég uppfæri síðuna þannig að þá getið þið skoðað það sem nýtt er. Þið sem hafið komið á síðuna og ekki skrifað í gestabókina mína, endilega safnið kjarki og skrifið þannig að ég viti að þið hafið kíkt í heimsókn. Kannast nefnilega við það sjálf að halda að það sé stórhættulegt að skrifa í svona gestabækur. Það er alveg nóg að segja hæ og bæ.
Gillu blogg
Þankagangur Gillu
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home