Hæ, hæ, langt síðan síðast,
Núna er ég búin að setja inn allar síðurnar yfir föndrið mitt, (mikið var). Gat loksins gert eitthvað þar sem ég ligg heim í flensu. En ég verð orðin góð vonandi á morgun og fer í vinnu. Hér gengur ekkert né rekur í að umsóknin okkar fari út, hún ætti að fara í þessari viku, samkvæmt síðustu fréttum, en það lítur nú ekki út fyrir það. En vonandi er hún komin frá utanríkisráðuneytinu og til sendiráðsins í Kína og þar á hún eftir að fá að skoða einhver skrifborð í einhverja dag áður en stimpillin sem hún bíður eftir smellur á henni. Ég væri að ljúga ef ég segðist vera alveg róleg yfir þessu öllu, því stundum langar mig til að fara og stimpla þetta og koma þessu í póst sjálf. Ég er nefnileg svona manneskja sem vill láta hlutina ganga og á erfitt með að þola mikinn seinagang. Sérstaklega í mínum hjartansmálum. En hér verð ég bara að sitja og þegja og get lítið gert, nema senda ÍÆ bréf af og til og spyrja hvernig gengur.
Í staðin fyrir að gera ekkert þá bara dunda ég mér í heimasíðunni minn, það er góð útrás. Ég ætla líka að reyna að koma inn síðu með slóðum á nokkrar af mínum uppáhalds heimasíður. Sjáum hvernig það gengur. Þegar ég kemst í það þá ætla ég líka að setja upp síðu með athugasemdum sem við hjón sem eigum í barneignar vandræðum viljum ekki heyra í okkar eyru. Annað hvort af því að þau eru rugl, eða við búin að heyra þau svo oft að við fáum alveg upp í kok að heyra þau í milljónasta skipti. Ekki móðast ef þið hafið einhvern tíman sagt eitthvað af þessu við okkur eða önnur hjón, en reynið að setja ykkur í okkar stöðu að heyra þetta frá 99% að því fólki sem þið hittið. Já, það getur verið rosalega þreyttandi, en þegar þú sérð listan þá manstu kannski eftir að hugsa þig um áður en þú segir þetta við einhvern sem er að reyna að eignast barn.
Svo er alltaf gaman að fá athugasemdir frá ykkur um síðuna mína, verð rosaleg montin þegar ég fæ hrós og eflist öll við að bæta og breyta henni. Ég ætla nú að reyna að hafa hana ekki einhverja leiðinda síðu, heldur reyna að halda húmornum þegar ég geri hana. Þó biðin eftir að komst til Kína sé erfið er lífið skemmtilegt. Eða eins og ein góð netvinkona mín sagði: "Lífinu er ætlað að vera erfitt en því er ekki ætlað að vera leiðinlegt." Ég verð nú að taka undir það með henni og vona að þið gerið það líka.
Jæja hætt í bili, vona að allir hafi gagn eða gaman að þessari síðu og helst bæði.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home