Má til með að segja frá því að við hjónin fórum á kynningar fund um Kína á sunnudaginn. Þar var einn faðir sem fór í vor og náði dóttur sína til Kína að segja frá hvernig ferðin og upplyfunnin hafi verið. Hann sagði þetta vera því lýkt ævintýri að koma til Kína og skoða sig aðeins um og síðan að fá dóttur sína í hendurnar. Þau hjón eiga fyrir 5 börn samtals, hann 3 og hún 2 þannig að þau hafa upplifað að fæða sín kynbörn af sér og alla upp. Hann sagði að það að taka á við dóttur sinni þarna úti hefði verið nákvæmlega sama tilfinningin og að taka á móti hinum börnunum á fæðingardeildinni.
Þessi ágæti maður lýsti því hvernig skipulagið hafi verið á þessu út í Kína og sagði það allt vera til algjörar fyrirmyndar og allt hefði gegnið að óskum. Þannig að ekki þarf maður að hafa áhyggjur af því virðist vera, þegar stóra stundin rennur upp.
Reyndar verð ég að viðurkenna að ég missti oft athyglina af kynningunni því þarna voru nokkrar sætar kínverskar stelpur sem komu heim í vor. Við hjónin höfðum nú meiri áhuga á að fylgjast með þeim leika sér og sátum alveg dolfallin. Einhvern vegin svona mun dóttir okkar líta út, þarna sátum við bara og létum okkur dreyma um að eftir um 9 -10 mán. fáum við upplýsingar um sæta litla stelpu. Aðeins seinna getum við farið út að ná í hana og komið með hana hingað heim sem okkar barn. Þessar stelpur voru allar stiltar og glaðlegar, duglegar að leika sér og það var varla að heyrðist í þeim í þessa 2 tíma sem þetta var, brostu bara sýnu blíðasta.
Þannig að þessa daganna sé ég fyrir mér lita sæta dúllu hlaupa hér um gólfin með svart hár og skásett augu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home