þriðjudagur, október 22, 2002

Ég fékk smá samviskubit þegar ég sá að það væri alltaf einhverjir að koma hér inn og skoða síðuna mína (er auðvitað ánægð með það), ég hef því miður ekki gefið mér neinn tíma til að bæta neitt við hana. Er þessa daganna að rembast við að reyna að dreyfa huganum frá ættleiðingarmálum (bara sjálfblekking) og lesa undir próf í löggildingu í endurskoðun. Ég veit að nú hugsa margir sem þekkja okkur hjónin: "ætla þau að læra þanngað til þau fara í gröfin, er ekki komið nóg hjá þeim". Búin að heyra þetta alltof oft þannig að þið megið sleppa því að segja þetta við mig. Ég ætla að nota tíman þanngað til ég verð mamma í að læra, það lætur tíman líða og gefur mér betri atvinnu- og tekjumöguleika þegar ég fer aftur að vinna eftir ættleiðingarorlofið (eða hvað skal kalla það) og fyrir utan það að þá er gaman að læra, (svona oftast nær). Mér leiðist heldur ekkert eins mikið og heyra börn segja að það sé svo leiðinlegt í skólanum, hugsið ykkur og þau þurfa að vera þar í um 20 ár ef þau ganga menntavegin til enda. Þetta er náttúrlega bara hugafar sem við myndum okkur þegar við segjum að eitthvað sé leiðinlegt eða skemmtilegt. Það er hægt að gera flest allt skemmtilegt með réttu hugafari, ég hef prófað það. Það þarf að ég held að breyta hugarfarinu hjá börnunum, ef ég spyr þau hvort þau haldi að það sé gaman að geta ekki skrifað, lesið eða reiknað, neita þau því öll. Þá fyrst held ég að lífið væri leiðinlegt, þannig að það er gaman að vera í skóla og læra. Það er bara í tísku að segja að það sé leiðinlegt í skólanum og búið að vera það í alltof mörg ár, eða frá því ég mann eftir mér. Það er nefnilega svo lummó að þykja gaman, þannig að börnum verður bara að þykja þetta leiðinlegt til að vera eins og normið eða verða strít. Sem sagt ég sit heima að lesa og læra og fíla það bara í botn, enda frekar lummó týpa, en fæ líka oft að heyra það.

En aftur að ættleiðingarmálum, ég er að bíða eftir að kínverjar sendi mér staðfestingu um að við hjónin séu þeim þóknanleg og þeir telji okkur hæfa til að ala upp eitt af börnunum sem þar vantar foreldra. Það ætti að koma í nóv. mundi ég halda. Ég ætla svo að reyna að finna mér tíma til að bæta smá á síðuna mína en vandamálið er líka að þessir framleiðendur af forritum eru alltaf að gera mér erfitt fyrir, með að leyfa mér ekki að stela frá sér. Merkilegt hvað þeir nenna að standa í þessu, ég verð því að finna leið til að verða mér úti um forritið sem ég hef notað því reynslu tíminn er búinn á því og ég stopp. En núna sný ég mér að lestri reikningskilafræða.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home