Hæ, þið sem komið í heimsókn hingað, sé að síðan hefur mikið verð heimsótt síðustu daga. Það er svo sem ekkert að gerast í ættleiðingar málunum, bara bíða og bíða. Skrapp til Búdapest um helgina og þar leið tíminn hratt og maður gleymdi sér aðeins. Gott að taka sér aðeins frí og skipta um umhverfi. Var svo heppin að ég fékk ekki buddupestina og eyddi því engu í vitleysu enda alltaf að spara fyrir Kínaferðinni.
Veit ekki hvort ég hef sagt ykkur hvað það kostar að ættleiða. Það er ekki gefins, aðeins dýrari en venjuleg meðganga verð ég að segja, eða um 1,2 millj. króna. Þannig að nú verður maður að vera duglegur að leggja fyrir næsta árið því svo þarf maður auðvitað að kaupa líka föt, rúm, vagn og annað barnadót sem barninu fylgir. Það má því segja að til að geta ættleitt þarf að eiga góða bankabók, því ekki er því að dreyfa að maður fá styrki frá ríkinu til að ættleiða en maður getur fengið niðurgreiðslu ef maður fer í glasa. Furðulegt ekki satt, því hvort tveggja er lausn á sama vandamáli en er ekki tekin jafngild af okkar fínu ráðamönnum. Það grátlega við þetta er að það er ekki sjálfgefið að allir hafi efni á því að ættleiða. Margir geta ekki klifið þann kostnað að fara í glasa, hvernig eiga þeir þá að geta ættleitt sem er mörgum sinnum dýrari. Það er því alveg nauðsynlegt að koma því á að allir sem vilja geti ættleitt, að fjárhagslegi þátturinn verði ekki til þess að fólk geti ekki látið draum um að eignast barn rætast.
Læt þessar hugleiðingar duga í bili
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home