laugardagur, janúar 04, 2003

Gleðilega nýtt ár og takk fyrir það gamla,

Margir búnir að leyta af síðunni minni og látið mig vita að hún finnist ekki, gott að vita að einhverjir eru að skoða ennþá þrátt fyrir leti í mér að koma með nýtt efni á hana.
Síðan er loksins komin upp aftur, voru smá tæknilegar uppfæringar í tölvumálum sem olli því að síðan var niðri um jólin. Tölvunarfræðingur heimilisins var að fykta smá. Ég er ekki búin að vera eins dugleg og ég ætlaði mér að vera um jólin en vona að ég geri eitthvað að viti næstu vikur hér. Það er svona þegar maður hefur of mikin tíma til að gera hlutina þá gerir maður ekkert af viti, eins og í jólafríinu bara legið á meltinu. Nú er tími letinnar búinn og komin tími til að láta hendur standa fram úr ermum.
Ég er komin um 3 mánuði á leið í "meðgöngu" minni og vona að það séu ekki meiri en 9 mánuður eftir ef ég leyfi mér að vera bjartsýn og trúa því að CCAA í Kína eigið eftir að vera duglegir á þessu ári og stytta tíman sem þeir hafa tekið í að afgreiða umsóknirnar.

Læt í mér heyra fljótlega aftur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home