þriðjudagur, mars 04, 2003

Hæ, var búin að hugsa um það í dag hvað ég ætlaði að skrifa hér en svo þegar ég sest niður og ætla að skrifa það þá bara mann ég ekki hvað það var. Ekki hefur það verið merkilegt eða þannig sko. Talandi um SKO hafið þið tekið eftir hvað margir ofnota þetta orð, nota sko á eftir hverjum tveimur orðum, sko. og enda allar setningar með þessu orði, sko. Þannig að stundum langar mann, sko, að taka fólk og rífa úr því tunguna, sko. Ef þið standið mig að því ,sko að nota orðið SKO of mikið, sko þá endilega látið mig vita, sko. Hef reyndar heyrt mig segja sko, of oft, sko, en reyni þá að vera meðvituð, sko að nota það ekki, sko. Þannig, sko, ekki hika við að pikka í mig,sko. Eða þannig sko. Finnst ykkur þetta ekki fallegt mál, sko?

En hvað um það, tímin líður og febrúar búin, stundum þegar ég lít aftur í tíma þá finnst mér að ég hljóti að hafa farið í tímavél og lent nokkrum árum framar. Var spurð af því hvað ég væri gömul í gær og ég bara gat ekki svarað strax hélt að ég væri bara 36 en er víst að verða 39 næsta vetur. Ekki það að ég líti út fyrir það :-)), engar hrukkur komnar, (eða er það nokkuð) og ég svo ung í anda (eins og við segjum öll en erum svo aftur í fornöld í hugsannagangi finnst þeim sem yngri eru.) Svo er bara að passa sig þegar maður er komin með æðra hutverk í lífinu, forleldra hlutverkið, að nota tíman vel og þurfa ekki að segja þegar börnin eru orðin stór að maður hefði nú átt að nýta tíman betur. Fékk annars gott bréf frá vinkonu minn skrifað af einum presti um íslensku túrbó fjölskylduna. Þar sem allt er keyrt á fullt í vinnu til að geta keypt hamingjuna en svo stendur fólk oft bara upp með gallaða vöru, það er hamingjan er eitthvað gölluð sem fólk er búið að vera að reyna að vinna og vinna fyrir með blóð, svita og tárum. Loksins þegar fólk heldur að það sé alveg að vera búið að kaupa hana þá er hjónabandið í rúst, enda hjón ekki haft tíma til að tala saman í nokkur ár nema í sumarfríinu kannski. EF maður horfir í kringum sig þá er frekar mikið til í þessu, allir vinnandi út í eitt og maður hefur ekki tíma fyrir sjálfan sig og sína nema í 2-3 tíma á sólarhring. Þetta er auðvitað ekkert líf. Ég held að við gleymum til hvers vinnan er, hún er orðin okkar aðal áhugamál í lífinu í staðin fyrir að vera til þess að létta okkur lífið til að geta stundað okkar áhugamál með fjölskyldu okkar og vinum. Ég er trúlega þessa daganna mannanna verst, vinn út í eitt flesta daga vikunar. En nú fer að koma tími til að segja hingað og ekki lengra ég "kasófrísk" konan ætla að fara að taka lífinu með meiri ró, komin á fjórtánda mánuð og rúmlega það. Getið þið hugsað ykkur hvernig það er að ganga með barn í 14 mánuði þó það sé ekki líkamlega erfitt þá er það stundum andlega erfitt og ég á eftir að þrauka í einhverja 5-7 mánuði í viðbót. Nú fara að tímar hreiður gerðar að taka við, í apríl ættum við hjónin að vera komin með öruggt svar hvort við komumst í gegnum kerfið hjá CCAA og þá getur maður farið að leyfa sér að sleppa sér í undirbúining að meiri krafti.

Jæja ég sem hafði ekkert að skrifa, hugsið ykkur ef ég hefði haft eitthvað til að skrifa þegar ég settist niður. Eitt jú að lokum, hafið þið gefið ykkur tíma á morgnanna og seinni partin á leið til og frá vinnu og námi að horfa á fegurð himinsins. Ef ekki þá endilega gerið það, þar er á ferð fegurð ljós og lita sem er alveg mögnuð. Ég hef í mörg ár verið heilluð af margbreytileika himinsins og á hverjum morgni og hverju kvöldi er það eitt af verkum mínum að horfa til himins og dást að skýjafarinu hvort heldur sem er í góðu eða slæmu veðri. Mæli með þessu, verður til að þess að manni finnst lífið indislegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home