Engar nýjar fréttir um gang mála en vonandi kemur næsta vika með góðar fréttir í farteskinu. Þá er vona á að CCAA sendi út upplýsingar fyrir júní og júlí, það eru engar íslenskar umsóknir í þeim mánuðum þannig að það er ekki fyrr en í næstu sendingu frá þeim sem næsti hópur má eiga von á upplýsingum og kannski við þá líka, það er svona öggupínuponsulítill möguleiki á því. Sem ég reyndar held að mér sé óhætt að trúa að gerist ekki. En maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér svo mikið er víst í þessum málum.
Þegar hjón eru að glíma við barnleysi þá gengur lífið allt út á bið eftir einhverjum fréttum um að eitthvað gersti sem færir okkur nær takmarkinu. Sum bíða meira segja spennt eftir því hvort blæðingar koma eða ekki og ég veit að það mundir ekki margir skilja samtal okkar á milli sem erum í þessu. Svo er það að bíða eftir að komast að í glasa og bíða eftir að vera búin að sprauta og geta farið í eggjatöku síðan að bíða eftir uppsetningu og svo hin langa bið eftir niðurstöðum. Ef þær eru nei hefst biðin aftur upp á nýtt eftir að komast að og svona getur þetta gengið í mörg ár upp í 5-6 ár. Ekkert hægt að plana neitt því kannski kemur já og þá er nú ekki gott að vera búin að plana mikið eða það kemur nei og þá vill maður vera tilbúin þegar maður kemst að aftur og vill ekkert plana sem raskar því. Þið sjáið því að það að ákveða eitthvað langt fram í tíman getur verið erfitt í þessari biðstöðu.
Núna er vonandi að ljúka næst síðasta biðtímabili okkar hjóna og trúlega því lengsta, biðinni eftir upplýsingar sem fer vonandi að ljúka sem fyrst. Svo tekur síðasta biðin við í bili, eftir að fá ná í barnið sitt og halda á því í fyrsta sinn. Þá getum við farið að hvíla okkur á biðinni eða næstum því. Því ef við ætlum að ættleiða aftur þá þurfum við að bíða í eitt ár frá því að við komum heim til að mega senda út umsókn aftur og þá getum við farið að bíða aftur eftir að hinum og þessum áföngum líkur í skýrslugerð varðandi umsóknina til að geta farið að bíða eftir því að fá upplýsingar frá Kína. Það er því óhætt að segja að líf okkar hafi verið ein bið í um 5-6 ár og ég verð nú að segja að ég er orðin alveg afskaplega þreytt á henni og hvernig biðin stjórnar lífi okkar. Það hljómar því ekkert rosalega vel í eyrum mínum þegar fólk segir við mig: "Hvað þið þurfið nú ekki að bíða svo lengi í viðbót" eða " hvað þurfið þið ekki að bíða lengur en þetta" og tala nú ekki um "þegar þið fáið barnið þá gleymið þið allri þessari bið um leið" hver trúir því að maður gleymi um 6 árum í lífi sínu. Getur þú það? Ég vona að ég geti það ekki því þá er ég komin með virkilegan mikinn aldurstengdan athyglisbrest og ég er ekki svo viss um að ég vilji fá hann strax. Í raun hófst þessi bið þegar fyrst var farið að reyna að eignast barn og en ekki þegar umsóknin var send út og það er orðið langt síðan.
Jæja best að hætta þessu rausi í bili, bara svona aðeins að velta mér upp úr biðinni á meðan ég held áfram að bíða því það er það eina sem ég get gert þessa daganna.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home