fimmtudagur, júní 26, 2003

Jæja nú líður stutt á milli skrifa, maður hreint og beint liggur á erlendu spjallsíðunum þessa daganna því það eru nú þegar farnar að berast upplýsingar til bandaríkjamanna og apríl og maí fólkið er að fá upplýsingar núna. Besta fréttin fékk ég þó í kvöld þegar einn netverji skrifaði og sagðist hafa eftir áræðanlegum heimildum að CCAA ætli að pósta júní og júlí upplýsingum í næstu viku og ágúst og september um miðjan júlí. Ef þetta er satt þá eru hlutirnir að gerast mun hraðar en maður átti von á því ég var að vona að þeir mundu kannski senda ágúst - sept í lok júlí. Fyrir okkur hjónin gæti þetta þýtt að við fá KANNSKI með stórum stöfum upplýsingar í lok júlí ef þeir senda meira þá eða í byrjun ágúst. Allavega ekki seinna en í ágúst lok ættum við að fá upplýsingar ef þetta þetta gengur eftir. Hvernig er annað hægt en að verða rosalega spenntur þegar maður heyrir svona góðar fréttir.

Svo er þetta spurningum hverju maður má trúa og hverju ekki. ISS, segi ég bara, ég er búin að trúa því besta allan tíman og hef ekki ennþá orðið fyrir vonbrigðum og er að spá í að trúa þessu bara þanngað til annað kemur í ljós. Það er líka alveg ótrúlegt hvað er miklu auðveldari að horfa bara stutt fram í tíman í einu og bæta svo við hann mánuði og mánuði heldur en að horfa marga mánuði og hugsa til þess að maður þurfi að bíða þá alla, eða sitja þá af sér er kannksi rétta orðið. Ef þetta gengur eftir förum við hjónkorn út í september eða október að ná í snúlluna okkar. Það er því eins gott að láta hendur standa fram úr ermum og gera það sem maður ætlaði að vera búin að gera áður en stóra stundin rennur upp. Friðjón er á fullu að læra kínversku og ég að lesa bækur um ættleiðingar, það er því svona nokkurs konar verkaskipting í gangi á þessum bæ. Við svo miðlum þessu okkar á milli og það bara virkar vel hjá okkur.

Jæja nú fer tölvan í hvíld á meðan ég er að mála og skrifa því ekki í einhvern tíma (ekki það að ég sé vön að skrifa oft hér) nema einhverjar merkilegar fréttir koma.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home