Eins og þið hafið kannski einhver ykkar tekið eftir þá er vefurinn búinn að vera niðri í einhverja daga. Veit að þið eruð örugglega búin að sakna hans verulega. Smávægileg tæknileg vandamál herjuðu á tölvuna sem hann er vistaður á, en allt á að vera komið í lag núna. Eins gott að hann verði ekki bilaður þegar stóra stundinn rennur upp.
Merkilegt nokk þá líður tíminn barasta alveg á þokkalegum hraða, ekkert yfir því að kvarta. Hver dagurinn og vikan líður af annarri og nú fer heldur betur að styttast í að fréttirnar sem við hjónin höfum beðið eftir með óþreyju í marga mánuði (raunar mörg ár) fari að berast. Sögursagnir á erlendum spjallrásum segja að upplýsingar verði jafnvel póstaðar í næstu viku, en líklegra er að það verði ekki fyrr en í þar næstu viku held ég. Hef ekkert fyrir mér í því annað en puttan upp í loftið. Við ættum allavega að vera komin með upplýsingar um stelpuna okkar eftir um 2 vikur kannski 3. Það væri því helber lygi ef ég segði að við hjónin værum ekki orðin dálítið spennt, dálítið er reyndar rosalega vægt til orða tekið. Væri kannski nær að segja alveg rosaleg spennt, um fátt annað talað þessa daganna á þessu heimili en því sem snýr að ættleiðingarmálum. Þrátt fyrir spenninginn er einhver ró yfir okkur lika, ekki hægt að tala um að við séum stressuð, alveg laus við það ennþá.
Ég fór í berjamó í gær til Grundarfjarðar með einni systur minni og við náðum að týna nokkur kíló af aðalbláberjum á aðeins um 3 tímum, var allt svart þar af berjum. Svo á morgun verður sultunar dagur, verður gaman að sjá hvernig það á eftir að takast. Ætli mér takist að láta sultuna hlaupa???
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home