Tæknin er eitthvað að stríða mér þessa daganna í dagbókinn minn, ég var búin að skrifa þann 6 ágúst en ekkert kom inn. Vona að mér hafi tekist að koma því á sinn stað núna.
Nú er sko heldur betur hamingja og gleði á 7 heimilum hér á landi, ÍÆ fékk upplýsingar frá Kína um börn sem 7 foreldar koma til með að ættleiða. Vinkona mín frá Húsavík sendi mér póst á fimmtudagskvöld um að þau hjón væru orðnir foreldar 9 mánaðar gamallar stelpu sem heitir Dong Jiang. Ég gersamlega fríkaði út þegar ég sá bréfið, um leið og ég sá fyrirsögninga sem var "Jiiiibí" vissi ég hvað var í gangi og ég sat bara við tölvuna og öskraði á Friðjón að koma og sjá. Þetta eru þær bestu fréttir sem ég fengið í svo langan tíma. Fékk svo símtal frá annarri nýbakaðri mömmu daginn eftir sem hafði eignast 6 mánða gamla stelpu sem heitir Zhu. Æðislegt, meiri háttar og frábært. Ég bara er ekki að trúa þessu að þetta sé að gerast, því þegar hópur 3 er komin með sínar upplýsingar þá erum við í hópi 4 næst og trúlega hópi 5 líka. Von mín um að við fengjum líka upplýsingar á sama tíma og hópur 3 varð reyndar að engu.
Það var dálítið sárt að missa þá von en í staðin kom fullvissa um að þetta kerfi hjá CCAA er alveg til fyrirmyndar og virkar eins og klukka liggur við, ef frá eru taldnar smá truflanir í gangverki þeirra, eins og SARS og tölvubilanir.
Við erum því kominn í þær stellingar að vera þau sem næst fá upplýsingar og það er óhætt að segja að spennan næsta mánuðinn verður mikil. Nú verður allar sögusagnir um hvenær CCAA sendir næst út upplýsingar vandlega lestnar á netinu og ekkert fer fram hjá manni í þeim efnum. Við vonum auðvitað að það verði sem fyrst en reynum að halda í smá raunsæi líka og teljum okkur óhætt að vona að upp úr næstu mánaðarmót verðum við komin með upplýsingar um dóttir okkar, sem bíður okkar einhver staðar í Kína. Þegar hópur 3 fékk upplýsingar kom smá spennufall og tárin fengu að streyma út, en það góða við það er að það léttir á sálartetrinu og nú er komið meira pláss fyrir næstu spennusenu og einnig er eins og þolinmæðin hafi líka aukist aðeins. Það er ekki laust við að það hafi færst aðeins ró yfir mann því nú er þeirri óvissu eytt sem var um hvort við mundum fá upplýsingar núna eða ekki. Við vitum að við erum næst og þurfum ekki að velkjast í vafa um það. Öllum neikvæðum hugsunum er bægt til hliðar um leið og þær skjóta upp kollinum.
Ég er búin að vera að breyta aðeins síðunni hjá mér, er búin að vera setja inn sögu sem Óli bróðir hans Friðjóns hefur skrifað okkur í gegnum árin um för sína til Kína og Tíbet. Þetta eru mjög vel skrifaðar sögur sem segja mikið um menningu kínverja og lifnaðarhætti í sveitunum eina helst, hann er ekki að eltast við borgarfólkið mikið. Hann fer óhefðbundnar ferðamannaleiðir í ferðalögum sínum og fer á puttanum þvert yfir landið, frá Shjanghæ til Tíbet. Kynnist landsmönnum og fær oft að snæða og gista með þeim og eignast marga vini. Til að byrja með er ég að setja sögu sem hann sagði okkur fjölskyldu sinni í bréfum sem hann skrifaði bæði á meðan á ferð hans stóð og einnig eftir að heim var komið. Seinna mun ég setja inn það sem henn er þessa daganna að skrifa okkur í tölvupósti og er þetta orðið svona framhaldssaga sem við bíðum spennt eftir framhaldi á. Það skemmtilega við þetta er að hann var meðal annars að ferðast á þeim slóðum sem börnin í hópur 3 fékk upplýsingar um eru frá, það er Chengdu og Chongqing, hann skrifar það eftir framburði og skrifar í staðinn Tjengdu og Tjong King. Og hver veit nema hann hafi heimsótt þann stað sem dóttir okkar kemur frá, það væri nú skemmtileg tilviljun ef hann kynni nú einhverjar sögur þaðan. Það á allt eftir að koma í ljós og við bíðum spennt eftir að fá að vita hvaðan í Kína hún er. Ég vona að þið hafið gaman af sögunum og ekki væri verra að þið skrifuð smá í gestabókina ef þið hafið gaman af þessu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home