laugardagur, júlí 12, 2003

Nú er ég byrjuð á að læra kínversku, byrjaði í gærkveldi á fyrstu tveimur köflunum á námskeiði sem Friðjón keypti í vetur. Ég þarf reyndar að vera dugleg næstu daga ef ég ætla að ná honum þar sem hann er komin að kafla 9. Það er raunar mjög gaman að læra táknin í kínverskunni. Í þessari kennslu er sýnd hvernig táknin hafa þróast í gegnum aldirnar og þannig sér nær maður meiri skilningi á því. Ég hef ákveðið að vera ekki að leggja mikið upp úr framburði og tali eins og er því það verður trúlega erfitt að muna þau öll því maður getur ekki séð á tákninu hvernig það er borið fram eins og við lesum framburðinn út úr okkar letri. Svo er mismunandi áherslur á orðin hækkandi og lækkandi eða í sama tón. En ef maður getur þekkt táknin í blöðum og vefsíðum þá er ég nokkuð ánægð með mig. En ég er rétt að byrja þannig að ég á langt í land með að geta lesið eitthvað mikið á kínversku. Þetta er ein leiðin til að drepa tíman þangað til við fáum upplýsingar og förum síðan út.

Nú er bara einn dagur eftir af sumarfríinu mínu þar sem ég fer að vinna aftur á mánudaginn, Friðjón þarf ekki að fara fyrr en á þriðjudag :-( Þetta er búið að vera alveg ágætt frí, held svei mér þá að þetta hafi verið mest afslappandi frí sem ég hef farið í þar sem við fórum frekar lítið á flakk. Við sáum ekki tilgang að vera fara í sumarbústað þar sem við höfum það svo gott hér heima, hér er allt sem er í sumarbústað. Heiturpottur, rólegt umhverfi og svo er hægt að keyra í 10 mín og komast í sveitina út að labba eina sem vantaði er sólin. Sólin hefur sjaldan verið fylgifiskur okkar í sumarfríum nema þá að við förum erlendis til landa þar sem sólin skýn meiri hluta ársins. Fengum einn dag í gær sem dugði til þess að við þurfum ekki að skríða snjóhvít til vinnu aftur. Náðum eins og góðum íslendingum sæmir að fá smá sólbruna á andlitið og hér og þar á skrokkinn. Svo bjargar bara brunkukremið því sem vantar uppá, enda víst miklu hollari fyrir mig að nota það en sólina.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home