Nú er bara komin góður fílingur í mann, við hjónin erum alltaf að verða spenntari og spenntari enda alltaf að styttast í að við fáum upplýsingar, vonandi. Við erum búin að mála kvennasmiðjuna eins og herbergið kallast en þar eigum við snúllurnar á heimilinu að eiga okkar pláss með okkar dót. Herbergið orðið fallega bleikt með flottum bangsaveggfóðursborða. Svo er búið að taka aðeins til hendinni hér inni og auka plássið í stofunni og skipta út sofasettinu fyrir 3 sæta hægindastól. Allt eftir óskum húsbóndans. Það verður að vera gólfpláss fyrir heimasætuna til að leika sér. Einnig er komin nýr skápur í forstofuna því nú fer útiflíkum að fjölga hér á bæ allt er þetta í boði ríkistjórnarinnar þannig að það er eins gott að við fáum vaxtabætur í samræmi við útreikning minn.
Það er meira búið að kaupa því nú er komin sæng og koddi handa lítilli snúllu og sængurföt, svo fór ég aðeins á útsölu í dag (stórhættulegt) og þar var aðeins bætt á barnafötin. Er að reyna að koma mér út úr að kaupa bara bleikt þannig að nú fékk fjólublátt að fljóta með meira segja blátt líka. Svo er búið að skoða kerruvagn þannig að það verður hægt að kaupa hann þegar við erum búin að fá upplýsingar. Þá er það bara rúmið, bílstóll og eldhússtóll sem þarf að kaupa, fyrir utan alla litlu hlutina sem þarf að kaupa líka. Skildi maður einhvern tíman verða búin að kaupa þetta allt, manni finnst alltaf endalaust vera eitthvað sem bætist á listann hjá manni. En það er svo sem nægur tími ennþá til að kaupa þetta smátt og smátt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home