sunnudagur, júlí 06, 2003

Það er nú meira hvað fréttir geta verið vitlausar, maður fer nú að spá í hvað sé mikið rétt af öðrum fréttum þegar maður heyrir fréttir um málefni sem maður þekkir vel og þar kemur bara eitthver vitleysa fram. Það var sagt í fréttum í gær að það færu fimm foreldrar út til Kína í haust að ná í jafnmörg börn í viðbót við þessi 5 sem eru að fara út núna eftir nokkra daga. Það rétta er að það fara 18 foreldrar út í haust að ná í jafnmörg börn. Í hóp 3 eru 6 foreldrar og í hóp 4 (sem við hjónin erum í) eru 7 og í hóp 5 eru 5 foreldrar. Veit ekki hvaðan þeir hafa þessar upplýsingar eða hvort þeir búa þetta til. Þetta er allavega alrangt hjá þeim. Flestar fréttir sem sagðar hafa verið um ættleiðingar frá Kína hafa verið eitthvað bjagaðar það er eins og sé aldrei hægt að segja rétt frá. Svo þurfum við að svara spurningum vina og ættingja um það sem fram kom því við höfum verið að segja þeim allt annað en þau heyra í fréttum. Ótrúleg frétta mennska, getum maður kannski ekki treyst að fréttir af ýmsum málefnum séu réttar???
Fólkið sem er að fara út núna hefur sagt að ágangur frétta manna sé alveg rosalega mikill og ekki hægt að fá frið fyrir þeim og þeir vilji helst fá að mæta til að taka á móti þeim á flugvellinum þegar þau koma heim með börnin. Auðvitað vilja þau ekki sjá fréttamenn þar því þetta er stund sem þau vilja eiga með fjölskyldum sínum en ekki allri þjóðinni. Vona bara innilega að fréttamenn skilji þetta og virði óskir fólks um frið frá þeim. Það er nógur tími til að fá viðtal seinna við fólkið ef það vill þá veita þau, börnin eru ekki að fara neitt þau eru komin til að vera því þetta er fjölskylda fyrir lífstíð, en það er það sem ættleiðing er.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home