Jæja, nú fer biðin heldur betur að styttast. Þessa daganna sitja tilvonandi foreldrar 7 barna og bíða eftir að ÍÆ hringi í þá og lætur þá vita að þau séu orðnir foreldrar. Upplýsingar steyma inn frá CCAA til USA þannig að vonandi fara að koma upplýsingar hingað til lands alveg á næstu dögum. Við hjónin vitum ekki hvort við eigum að leyfa okkur að vona að við fáum upplýsingar núna eða þurfum að bíða í mánuð í viðbót eða svo. Eina mínútuna trúum við því að það sé alveg möguleiki á að það geti gerst en hina mínútunum erum við nokkuð viss um að biðin verði fram á næstu mánaðarmót eða svo. Það er í raun ekkert hægt að lýsa því hvernig þessi bið er þessa daganna nema ef þið hafi farið í rússibana og vitið hvernig það er upp og niður og spenna hér og þar. Nema þessi tilfiningarússíbanaferð er frekar löng og við vitum ekki hvenær hún stoppar og það eru alltaf að koma nýjar dýfur í tíma og ótíma og alveg óvæntar. En þetta fer alveg að taka enda sem betur fer eða svo vona ég í það minnsta. Finnst ég stundum hafa svo sterklega á tilfinngunni að við fáum jafnvel upplýsingar núna fljótlega en held samt að það séu bara draumórar mínir sem eru orðnir svona sterkir. En hvað sem öllu líður þá er þetta rosalega spennandi að bíða eftir upplýsingum með hóp númer 3 (við erum í hóp 4) ég veit að ég á eftir að öfunda þau rosalega en jafnfram samgleðjast þeim innilega, svo mikið er víst. Læt ykkur vita um leið og ég hef góðar fréttir að færa.
Gillu blogg
Þankagangur Gillu
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home