föstudagur, júlí 25, 2003

Lítið verið skrifað síðust daga, bara af hreinskærri leti, ekki hægt að skrifa það á neitt annað. Við hjónin fórum í útilegu ÍÆ eins og þið hafið trúlega séð á myndum hér á öðrum stað. Við vorum búin að vera frekar óákveðin síðustu daganna, vorum hrædd um að engir aðrir barnlausir munu mæta en vissum af þveimur hjónum að þau ætluðu kannski að koma. Það komu sem betur fer tvenn frábær hjón, en svo þekkti maður svo marga þarna að við hefðum svo sem ekkert þurft að hafa þessar áhyggjur. Við vorum líka að hafa áhyggjur (erum svo áhyggjufull hjón :-) )af því hvort við mundum ekki verða alveg viðþolslaus þegar við kæmum heim eftir að hafa séð öll þessi yndislegu börn. Auðvitað erum við það, vorum það svo sem áður en við fórum, en það jókst aðeins hjá okkur.
Í útileguna komu tvær litlar kínastelpur svo rosalega sætar að við bráðnuðum alveg fyrir þeim, vorum svo ljúfar og góðar og svo duglegar farnar að tala á fullu að maður bara trúði þessu ekki. Þannig að það er kannski bara eðlilegt eftir að vera búin að sjá öll börnin og þessar tvær að við getum bara ekki beðið mikið lengur.

Svo kom Lára og Baddi með Liv með sér, en fyrir ykkur sem ekki vitið hver þau eru (hljóta allir að vita það ég er búin að segja svo mikið frá Liv) hjónin sem búa og starfa út í Kína og ættleiddu Liv fyrir um 5 vikum. Eftir hennar heimsókn fauk alveg tonn af óþolinmæði út um gluggan í viðbót vð það sem fór í útilegunni. Hún var svona ljúf og góð og líka svona dugleg farin að herma allt eftir foreldrum sínum. Skil núna af hverju ömmur og afar þessara barna segja þau gáfuðustu börnin, þau eru það, það er ekki spurning. Jæja verð að rúkja í klippingu fyrir helgina þýðir ekki að mæta úfin á Góða stund í Grundarfjörð um helgina.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home