Bara láta vita af því að ennþá bíðum við, engar fréttir frá ÍÆ um hvenær við megum eiga von á að fá hið eina sanna langþráða símtal. Upplýsingar hrynja inn í Bandaríkjunum og fleiri löndum þannig að þetta ætti að fara að koma hér líka. Í raun gæti síminn hringt núna og ég fengið upplýsingarnar en því miður heyri ekkert í honum. Í hvert sinn sem síminn hringir í vinnunni, gsminn eða hér heima þá tekur hjartað lítinn kipp og athugar hvaða númer er að hringja og alltaf verður maður fyrir smá vonbrigðum þegar maður sér að þetta er ekki ÍÆ. Núna sitja um 20 manns konur og karlar í sömu sporum og ég, bíðandi í algjöri spennu og það eina sem þau þrá er að þetta símtal. Merkilegt nokk fynnst kannski einhverjum hversu heltekin við erum af þessu, en svona er þetta bara og þetta virðist vera svona hjá fólki sem er að ættleiða hvar sem þar býr á jörðinni. Þetta er því ekki staðbundið ástand hér á Fróni.
Ég er búin að sjá að þrátt fyrir að manni fynnist spennan stundum ætla að fara með mann og maður langi bara að öskra og er argur út í hvernig sumt gengur fyrir sig og allar þessar tilfinngasveiflur sem maður er að ganga í gegnum, þá mundi ég ekki vilja hafa þetta neitt örðuvísi tilfinningalega séð. Ég er nefnilega viss um að þegar við komum heim með litla Snúllu þá verður þessi tími miklu meira eftir minnilegur með öllu þessum rússíbana, heldur en ef ég hefði verið hálf dofin og ekki leyft mér að hlakka til allt ferlið og látið tilfinngarnar hlaupa með mig í gönur af og til. Núna munum við minnast þessa tíma þar sem við fórum í okkar mestu rússíbanaferð á ævinni og tókur allar dýfurnar og hæðirnar með miklum látum.
Jæja best að ég svari símanum hann er að hringja...................................................
....................................................................................................................Því miður ekki rétti aðili í símanum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home