sunnudagur, ágúst 31, 2003

Úfff, þessir dagar eru frekar taugatrekkjandi, verður ekki annað sagt. Ég er búin að vera eitthvað slöpp síðustu daga og stundum alveg á því að spennan sé að vinda úr mér alla orku, en trúlega er þetta einhver angi af einhverri pest. Þoli illa að vera hálf slöpp þessa daganna, maður er nógu viðkvæmur fyrir að ekki bætist eitthvað svona við. Vona að þetta láti sig hverfa í dag eða morgun.
Maður er alveg hættur að vita hverju maður á að trúa um hvort líklegt sé að upplýsingar komi í næstu viku eða þar næstu eða jafnvel síðar. Þær upplýsingar sem fólk erlendis fær hjá sínum félögum eru svo misjafnar að það hálfa væri nóg. Sumir segja að upplýsingar hafi verið sendar í síðust viku, aðrir segja að þær verði sendar út í þessari viku og enn aðrir ekki fyrr en um miðjan mánuðinn. Eitt er víst að ég ætla að trúa því aðeins lengur að þær komi í næstu viku, meika ekki alveg að trúa að við þurfum að bíða í 2-3 vikur í viðbót. Verður betra að bæta einum og einum degi við heldur en þessum vikum. Ég get alltaf logið mig áfram í gegnum einn og einn dag, ekki vikur. Það er það sem fer mest í mann í þessu ferli maður veit ekkert niður á hvaða dag maður getur talið. Maður telur niður á einhvern líklegan dag og svo gerist ekkert á þeim degi. Þá verður maður að byrja að telja aftur niður á einhvern annan dag sem maður setur sér sem líklegan dag til stórtíðinda og ekkert gerist þann daginn og svona heldur leikurinn áfram þar til vonandi eitthvað gerist.

Ég náði að klára bútasaumsteppið sem ég er búin að vera að gera fyrir litlu snúlluna, tók ekki nema 3-4 tíma að klára loksins þegar sest var niður. Roslalega flott. Er núna að reyna að klára alla lausa enda á hinum ýmsu málum þannig að sem mest verði klárt þegar við förum út. Nú er bara að klára alla hinu litlu hlutina, klára að prjóna peysuna, gera barnamyndir á vegginn í herberginu og taka til hér og þar. Nóg að gera og ekki veitir af til að tímin líði sem hraðast.
Vonandi kem ég með góðar fréttir fljótlega.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home