föstudagur, september 12, 2003

Jæja, kannski ég segi frá því að upplýsingarnar eru komnar til landsins. Því miður fyrir okkur hjónin og aðra þá sem fengu líka upplýsingar ákvað stjórn ÍÆ að breyta vinnureglum sínum án þessa að láta okkur vita. Breytinginn var sú að núna fáum við ekkert að vita um barnið þegar upplýsingar koma eins og síðasti hópur fékk. Hvað veldur beint þessar ákvörðun er kannski ekki alveg á hreinu, nema einhver verndunarstefna, þ.e. að vernda okkur sem ættleiðum. Við vorum að vonum allt annað en ánægð og í raun var þetta mikið áfall fyrir okkur. Við vorum farinn að bíða með síman í höndunum alla daginn eftir símhringingu þar sem okkur væri sagt að við ættum stelpu sem héti þetta og væri þetta gömul og þetta stór og með svona hár og hinsegin augu og væri frá þessu héraði í Kína. Við gengum með blað og penna á okkur hvert sem við fórum og kipptumst til við hverja símhringingu. Svo bara á miðvikudaginn fæ ég tölvupóst sem í stendur að upplýsingar séu komnar og að við fengjum ekkert meira að vita. Ekki einu sinni hvenær við gætum átt von á búið væri að þýða þetta og læknir að fara yfir, en það er það sem verið er að gera og við að býða eftir. Engin ástæða hvers vegna þessu var breytt. Skellurinn var mikill síðustu dagar eru búnir að vera erfiðir, vitandi að hver dagur væri eins líklegur og hver annar til að fá þetta símtal. Okkur var búið að hlakka til að hringja í ættingja og vini og tilkynna þetta litla sem við fengjum að vita um barnið en nú fengum við ekkert að vita. Okkur fannst það svo sem ekki miklar fréttir að upplýsingarnar væru komnar því við vorum búin að segja að þær kæmu í þessari viku og vorum alveg viss um það. Við vorum búin að búa okkur undir eitthvað miklu meira og það var erfitt að kyngja því að fá ekkert að vita.

Okkur fannast alveg lágmark að okkur hefði verið sagt frá þessu áður því þessi ákvörðun var tekinn í lok ágúst og við fengum þenna póst hálfum mánuði eftir þessa ákvörðun.

Við sendum stjórninni bréf og mótmæltum þessu og það gerðu fleiri líka og fengum svar í dag þar sem við vorum beðin afsökunar á þessu og reynt að skýra þetta út fyrir okkur. Ok, sumt er rétt og mikið til í en annað minna eða það er okkar skoðun á þessu öllu.

Ég held að þarna hafi ég fengið bjartsýni mína í hausinn á mér, því ég hef alltaf trúað því að þetta mundi allt ganga upp og við værum á leið út í okt, síðasta lagi í byrjun nóv. ÉG var líka sannfærð um að upplýsingarnar kæmu hingað til lands fljótlega eftir að þær færu að sjást í USA. Ég hef alltaf ýtt öllu frá mér varðandi öll þau stóru EF sem koma upp og margir eiga erfitt að horfa framhjá. Skildi oft ekki aðrar konur sem héldu þessum efum á lofti. Fyrir mér voru þessar fréttir um upplýsingarnar, því engar stór fréttir. Get ekki skýrt það öðruvísi en ég var alltaf svo viss um að við fengjum okkar upplýsingar og fátt kæmi í veg fyrir þar og þær væru að koma í þessari viku. Ef ég hefði verið meira efasemdar kona og ekki trúð því að CCAA væru með fullkomið kerfi þá hefði ég trúlega orðið miklu ánægðari. Þetta er allaveg mín niðurstaða eftir miklar vangaveltu um þessi mál.

Hvað sem þessu líður það erum við búin að taka gleði okkar á ný og hlökkum til eins og reyndar síðustu mánuði eftir því að fá allar þær upplýsingar um dóttir okkar (held að við séum orðin nokkuð örugg með kynið) sem nú liggja á borði þýðenda og myndir í skúffu hjá ÍÆ. Hefur reyndar hvarflað að okkur að brjótast bara inn og ná í þær. En teljum okkur ekki nógu góð í því og mundi komast upp um okkur. Nú er bara að hafa nóg fyrir stafni og láta tíman líða, það er svo sem ekki vandamál að hafa ekki nóg að gera. Vandamálið er að hafa einbeytingu til að gera það sem á að gera. Hugurinn svífur stundum tímunum saman yfir Kína að leit að dóttir okkar. En eftir 5-6 vikur verðum við komin með hana í fangið og víst er það indisleg tilhugsun að geta sagt að þetta er alveg að koma að þessu. Það verður líka nóg að gera við að undirbúa ferðina út og heimkomu okkar aftur, áður en haldð verður út ævintýri lífs okkar. Því við erum alveg sannfærð að aldrei eigum við eftir að upplifa eins stóra stund og er á næsta leyti hjá okkur.

Ég vonast svo auðvitað til að geta skrifað hér ennþá meiri gleðifréttir eftir miðja næstu viku, en ég fékk að vita að stefnan væri að reyna að klára að þýða og láta læknir lesa yfir í lok næstu viku. Það er eins gott að það standist því annars verðum við hjónin bæði komin á einhverjar virkilega róandi töflur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home