laugardagur, september 27, 2003

Engin dagsetning komin ennþá á ferðina til Kína, við vonumst ennþá til að það verði í kringum 20 okt. frekar en 27. okt. Vonandi fáum við að heyra eitthvað meira um það í næstu viku, því annars verður tíminn svo stuttur frá því við vitum með vissu hvenær við förum út og þanngað til við förum út. Við gerum lítið annað en að hugsa um þessa litlu snúllu sem við eigum von á og það er óhætt að segja að óþolinmæðin grípi mann frekar stekt suma daganna. Við erum svona hægt og róleg að byrja að undirbúa okkur fyrir ferðina. Fórum í vikunni og keyptum pela, snuð og annað þannig dót ií massavís. Það kemur fyrst núna í ljós að það er ýmsilegt sem maður þarf að kaupa af smádóti fyrir litla skvísuna áður en farið er út. En bara gaman af því að gera þetta allt.

Ég veit ekki hvort það hafi margir heyrt í okkur hjónum í útvarpinu á fimmtudaginn í Dægurmálaútvarpinu. En þá mættum við í stúdíó og þar var tekið stutt við tala við okkur um hvernig það er að vera bíða þessa síðustu metra eftir að fá að fara út að ná í Ellý Rún Hong.
Aðdragandinn að viðtalinu var frekar óvæntu að þessu viðtali, en hún Hulda sem tók viðtalið hringdi í mig rétt um 11 um morguninn og spurði hvort ég mundi vilja koma í þetta viðtal. Ég hélt að hún ætlaði að tala um heimasíðuna Ættleiðing.is en þá sagðist hún vilja ræða við okkur hjónin um þessa upplifun okkar. Við vorum svona smá hikandi og ekki alveg viss hvort við ættum að gera þetta en sögðum sem svo að það væru svo margir sem væru í þeim sprorum sem við erum búin að vera í. Þ.e. að vera að bíða og líka að vera að taka þessa ákvörðun um hvort ættleiðing væri leið sem fólk vildi fara til að eignast barn. Okkur finnst við verum að upplifa svo mikla hamingju í okkar lífi sérstaklega eftir að við fengum myndirnar að snúllunni okkar að við vildum leyfa fólki að heyra hvernig þessi upplifun er og hvers æðisleg okkur finnst hún. Töldum að það væri bara að hinu góða að fá smá uppfjöll um ættleiðingar og það að þetta sé bara sjálfsögð leið til að eignast yndisleg börn. Þeir sem ekki náðu að hlusta geta kannski heyrt í okkur á morgun sunnudag á milli 10 og 12 fyrir hádegi en þá verður brot af því besta endurflutt úr dægurmálaútvarpinu síðustu viku. Við vitum svo sem ekki hvort viðtalið við okkur telst vera bort af því besta en vonum það auðvitað. Við ætlum allavega að hlusta á morgun á útvarpið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home