Á morgun er stóri dagurinn hjá okkur hjónun, en þá fáum við að sjá hana Hong okkar í fyrsta sinn. Spennan er því lík að ég held að ég geti fullyrt að ég hafi aldrei upplifað aðra eins spennu í lífinu enda er maður að upplifa stærstu stundir lífsins þessa daganna. Við erum búin að vera ná bleika skýinu okkar aðeins niður og erum komin niður í 100 fetin frá jörðu. En það er bara gert til að geta farið aftur upp á morgun með myndina af Hong snúllunni okkar með okkur. Þá verður trúlega farið í 50000 feta hæð ef ekki hærra.
Maður á svo sem ekki von á að sofa mikið í nótt, hugurinn verður trúlega í einhverri skúffunni á skrifstofu ÍÆ milli þess sem hann sveimar yfir Kína og athugar hvort hann sjái ekki litla snúllu að leik. Því þegar við leggjumst til hvílu á kvöldin þá vaknar Hong okkar af nætursvefni sínum.
Það er furðulegt til þess að hugsa að á morgun eigum við eftir að sjá hvernig Hong lítur út, hingað til hefur hún verið óþekkt andlit og við búin að búa okkur til mörg andlit í huganum. Það að sjá loksins hvernig hún lítur út verður alveg indislegt, að geta hér eftir verið með mynd af henni í öllum herbergjum og öllum vösum og kíkt á hana allan daginn. Vááa, hreint út sagt indisleg tilfinning, svo ekki sé meira sagt.
Eins og þið sjáið þá er hugurinn á fullu og margar vangaveltur og tilhlökkunin gífurleg.
Á morgun mun ég trúlega skrifa hér inn lýsingu á litlu stelpunni okkar. Ég veit ekki hvernig verður með að setja mynd inn á heimasíðuna, þar sem getur verið að reglur ÍÆ banni það. Það á eftir að koma í ljós á morgun.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home