miðvikudagur, september 24, 2003

Við erum búin að svífa í 5000 feta hæð á bleiku skýi frá því við fengum myndirnar og upplýsingarnar um hana Ellý Rún okkar Hong. Við erum alveg ástfangin af henni upp fyrir haus. Það skrýtna við þetta að þegar við sáum myndina af henni þá bara áttum við ekki til orð. Eftir allar vangaveltur um hvernig hún liti nú út í alla þessa mánuði þá bara gat hún ekki litið öðruvísi út en hún gerir. Þetta litla sæta andlit sem horfir á okkur á myndunum er bara stelpan sem við erum búin að vera bíða eftir allan þennan tíma og hún bara passar okkur alveg 120%. Hún er meira segja sögð róleg og hrifinn af þögninni, sem hentar okkur heimakæru hjónunum sem erum oftast með algjört hljóð á okkar heimili alveg fullkomnlega. Okkur finnst hún frekar fullorðinsleg á myndunum miðað við að vera bara rúmlega 5 mánaða en við höldum því fram að hún sé bara með svona gáfumanna svip. Hún er bara æðisleg og við teljum okkur vera alveg einstaklega heppin að hlonast sá heiður að fá að elska hana og annast.

Við erum ekki búin að fá staðfestan ferðatíma ennþá en búumst við að fara í kringum 20 okt. eða 27. okt (afmælisdegi Ellýar) Vonandi verður það samt 20 því þá fáum við trúlega að halda á Ellý í fyrsta sinn á afmælisdegi hennar. Vá, hvað það væri nú mangað ef það tekst. Þetta á allt eftir að skýrast næstu daga þanngað til er bara að anda djúft og reyna að halda í þolinmæðina, þessa sára litlu sem eftir er. Það er svo sem nóg sem maður getur gert þar til kemur að því að fara út og um að gera að reyna að hafa nóg fyrir stafni næstu daga.

Ég kem trúlega til með að skrifa til skiptist hér og á síðuna hennar Ellýar eftir hvernig liggur á mér.

Takk fyrir allar góðu kveðjurnar í gestabókina okkar og endilega skrifið af og til þannig að ég viti af því hverjir kíki hér inn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home