Loksins þegar við héldum að allt væri komið á beinu brautina á leiðinni út koma fréttir af því að búið sé að boða verkfall hjá flugvirkjum á aðfaranótt þriðjudags. En það er dagurinn sem við eigum að fljúga út til Kaupmannahöfn. Það er óhætt að segja að þetta hafi ekki verið gleðifréttir hjá okkur hjónum og reyndar fleiri hjónum sem eru á leið út með okkur. Þar sem ekki náðist samkomulag með flugvirkjum og við semjendum þeirra í dag höfum við ákveðið að fljúga út á mánudag í staðinn. Við viljum ekki taka neinna áhættu í þessum málum og ekkert má koma í veg fyrir að við komumst út í tæka tíð til að fljúg út til Kína. Ef með þarf förum við út á sunnudag, allt gert til að komast út. Þetta skýrist allt á morgun eftir að við tölum við ferðaskrifstofuna og fáum að vita hvort það er laust á mánudaginn í flug eða ekki.
Annars er spennan farinn að aukast virklega þessa daganna, nú á bara eftir að pakka og þrífa húsið og þá er hægt að leggja í hann. Ég held að Friðjón sé búinn að ganga frá tölvumálum þannig að við getum sent línu hér inn og sent inn myndir af og til af ferðinni okkar. Þið ættuð því að geta fylgst með ferðinni okkar á meðan hún stendur yfir ef þetta virkar allt þarna út í Kína.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home