Góða veðrið alveg frá ganga frá manni
Merkilegt að loksins þegar kemur virkilega gott veður þá bara helst ég engan vegin úti. Er búin að vera reyna að sitja út og lesa blöðin bæði í skugga og ekki skugga. Liggja í sólbaði bæði í skugga og ekki skugga, en eftir smá stund verð ég alltaf að standa upp og fara inn. Bara get ekki meir, allt of heitt fyrir minn smekk. Núna bara bíð ég eftir að litla leikskólastelpan mín vakni að sínum blundi svo við mæðgur getum skellt okkur í heitapottin og pabbinn kemur heim úr vinnunni snemma til að vera með okkur. Þá líður okkur vel. Annars er það af okkur að frétta og aðlöguninni að okkur mægðum gengur þetta ágætlega, trúlega dóttirinni aðeins betur en móðirinni. Snóttin vildi samt að mamma kæmi og næði í sig fyrr en áætlað var í morgun, reyndar aðeins um 15 mín. Var ekki tilbúin að fara inn að borða, vildi vera úti að leika og ekkert múður. Ég rauk út þegar hringt var og arkaði upp á leikskóla til að bjarga barninu og bjóst við að koma að henni á orginu, nei, hún var hætt en var voða ánægð að sjá mömmu sína og gaf henni gott klapp á bakið eins hún gerir þegar eitthvað mikið bjátar á og hún hefur saknað foreldra sinna. Þá er slegið svona laust á bakið aftur og aftur eins og hún sé að ró okkur. Því við gerum þetta svo oft við hana þegar við erum að róa hana niður.
Við ætlum bara að vera fram á hádegi í þessari viku í leikskólanum og sjá svo til í næstu viku hvernig gengur að lengja daginn og fara að taka blundin þar. Um helgina ætlum við að fara í berjarmó til Grundarfjarðar og gista hjá afa og ömmu með og leyfa ömmu Herborgu líka að koma með okkur. Og besta vinkonan okkar ætlar að koma líka hún Auður Lára og foreldrar, en þau kíkja á laugardaginn til okkar og tína ber með okkur. Hlökkum mikið til.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home